Formúla 1

Hamilton á undan Heidfeld í Bahrain

Bretinn Lewis Hamilton byrjaði mótshelgina í Bahrein afburðarvel.
Bretinn Lewis Hamilton byrjaði mótshelgina í Bahrein afburðarvel.
Bretinn Lewis Hamilton stuðaði keppinauta sína um tíma í Bahrein og var lengst af lang fljótastur. Á síðustu mínútum náðu menn þó að minnka muninn og Nick Heidfeld á BMW varð 0.260 sekúndum á eftir Hamilton.

Gengi McLaren hefur ekki verið upp á marga fiska á árinu og æfingar gefa ekki alltaf rétt mynd af getu mann, en tíminn er hins vegar góður. Hamilton er einn þriggja ökumanna sem hefur notað KERS kerfið í mótum sem geftur ökumanni 80 auka hefstöfl. Ferrari er að prófa sitt kerfi í Bahrein og BMW og Renault. Bílar með KERS kerfi voru í þremur efstu sætunum, en Robert Kubica sem er að skoða að nota það í mótinu var þriðji fljótastur.

Ferrari og Toyota liðin æfðu af kappi í Bahrein í vetur og það gæti komið liðunum til góða. Sandstormar voru þó að trufla þá á æfingunum.

Tímarnir: Hamilton 1:33.647, Heidfeld + 0.260, Kubica + 0.291, Rosberg + 0.716 Button + 0.787, Barrichello + 0.884, Massa + 0.942, Kovalainen + 1.071, Barrichello + 0.884, Massa + 0.942




Fleiri fréttir

Sjá meira


×