Sport

Pacquiao: Verður erfiðasti bardagi minn til þessa

Ómar Þorgeirsson skrifar
Manny Pacquiao og Ricky Hatton í hringnum.
Manny Pacquiao og Ricky Hatton í hringnum. Nordic photos/AFP

Hnefaleikakappinn Manny „Pac-man" Pacquiao á von á mjög erfiðum bardaga þegar hann mætir Miguel Cotto í baráttu um WBO-veltivigtarbeltið 14. nóvember næstkomandi.

Pacquiao lýsir komandi bardaga sem sínum erfiðasta til þessa en hann hefur þegar beinlínis niðurlægt kappa á borð við Ricky Hatton og Oscar De La Hoya í hringnum.

„Þetta verður erfiðasti bardagi minn til þessa og mesta prófið síðan ég gerðist atvinnuhnefaleikamaður. Ég veit að Cotto er frábær stríðsmaður og mjög sterkur á flestum sviðum en hann er líka mjög sniðugur og lúmskur.

Ég veit hins vegar að ég er fljótari en hann og verð að nýta mér það þegar við mætumst í hringnum," segir Pacquiao. Eina tap Cotto á atvinnumannaferlinum kom á síðasta ári þegar hann beið lægri hlut gegn Antonio Margarito.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×