Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe Ómar Þorgeirsson skrifar 15. júlí 2009 22:01 Matthías Vilhjálmsson með boltann í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér og fundu varla taktinn í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en fyrstu tæpu tíu mínútur seinni hálfleiks voru afdrifaríkar þar sem FH lenti undir og missti Viktor Örn Guðmundsson út af með rautt spjald. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir leikmenn FK Aktobe. Leikurinn fór rólega af stað en FH-ingar virkuðu þó sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir því eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn komust gestirnir í FK Aktobe betur og betur inn í leikinn og liðin skiptust á að sækja. FH-ingar voru annars mun varari um sig varnarlega en þeir eru vanir úr leikjum sínum í Pepsi-deildinni og lítið var um þá sóknartilburði sem einkennt hafa leik liðsins í sumar, enda mikilvægt að halda markinu hreinu í Evrópuleikjunum. Gestirnir áttu hættulegustu færi fyrri hálfleiks, fyrst þegar Daði Lárusson varði vel fasta aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og síðan þegar miðjumaðurinn Andrei Lavrik slapp inn fyrir vörnina en skot hans fór langt framhjá marki FH. Nokkuð var um harðar tæklingar í fyrri hálfleik og Lavrik mátti teljast heppinn að sleppa aðeins með gult spjald á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann sparkaði greinilega í Matthías Vilhjálmsson, sem lá á vellinum eftir návígi á miðsvæðinu. Staðan var sem sagt markalaus þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar eins og segir vægast sagt skelfilega fyrir FH-inga þar sem framherjinn Murat Tleshev skoraði með skalla eftir sendingu af vinstri kantinum, 0-1 fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Stuttu síðar dró aftur til tíðinda þegar Viktor Örn Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Lavrik og raun sorglegt að ágætur dómari leiksins, hinn pólski Robert Makek, hafi ekki séð í gegnum augjósan leikaraskap Lavrik. Leikmenn FK Aktobe notuðu hvert tækifæri til þess að grýta sér í völlinn við minnstu snertingar en Makek var þó fyrir utan seinna gula spjaldið á Viktor Örn oftast nær vel með á nótunum hvað það varðaði. Gestirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 57. mínútu skoraði Konstantin Golovskoy annað mark FK Aktobe eftir vel útfærða skyndisókn upp hægri kantinn. Róðurinn því orðinn þungur hjá tíu FH-ingum og hann þyngdist enn frekar á 70. mínútu þegar Marat Khayrullin lék á rangstöðugildru FH-inga, fór svo framhjá Daða og renndi boltanum í autt markið, 0-3 gestunum í vil. Leikmenn FK Aktobe náðu að halda boltanum ágætlega innan liðs síns á lokakaflanum enda einum leikmanni fleiri og FH-ingum gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikmenn FK Aktobe voru hins vegar ekki hættir og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Golovkskoy sitt annað mark í leiknum og fjórða og síðasta mark gestanna. Niðurstaðan var svekkjandi 0-4 tap hjá FH, gegn liði sem það ætti á góðum degi að vinna.Tölfræðin:FH - FK Aktobe 0-4 0-1 Murat Tleshev (48.) 0-2 Konstantin Golovskoy (57.) 0-3 Marat Khayrullin (70.) 0-4 Konstantin Golovskoy (85.). Rautt spjald: Viktor Örn Guðmundsson (53.) Kaplakrikavöllur, áhorfendur ???? Dómari: Robert Makek Skot (á mark): 6-14 (3-6) Varin skot: Daði 2 - Andrei 3 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 18-17 Rangstöður: 2-1FH (4-3-3) Daði Lárusson Pétur Viðarsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Viktor Örn Guðmundsson Davíð Þór Viðarsson Matthías Vilhjálmsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (57., Matthías Guðmundsson) Atli Viðar Björnsson (71., Björn Daníel Sverrisson) Alexander Söderlund (57., Tryggvi Guðmundsson) Atli GuðnasonFK Aktobe (4-5-1) Andrei Sidelnikov Anton Chichulin Samat Smakov Yuri Logvinenko Emil Kenzhisariev Ulugbek Asanbayev Andrei Lavrik (82., Alexandr Mitrofoanov) Konstantin Golovskoy Yevgeniy Averchenko (68., Sergey Strukov) Marat Khayrullin (86., Nikita Khokhlov) Murat Tleshev Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér og fundu varla taktinn í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en fyrstu tæpu tíu mínútur seinni hálfleiks voru afdrifaríkar þar sem FH lenti undir og missti Viktor Örn Guðmundsson út af með rautt spjald. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir leikmenn FK Aktobe. Leikurinn fór rólega af stað en FH-ingar virkuðu þó sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir því eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn komust gestirnir í FK Aktobe betur og betur inn í leikinn og liðin skiptust á að sækja. FH-ingar voru annars mun varari um sig varnarlega en þeir eru vanir úr leikjum sínum í Pepsi-deildinni og lítið var um þá sóknartilburði sem einkennt hafa leik liðsins í sumar, enda mikilvægt að halda markinu hreinu í Evrópuleikjunum. Gestirnir áttu hættulegustu færi fyrri hálfleiks, fyrst þegar Daði Lárusson varði vel fasta aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og síðan þegar miðjumaðurinn Andrei Lavrik slapp inn fyrir vörnina en skot hans fór langt framhjá marki FH. Nokkuð var um harðar tæklingar í fyrri hálfleik og Lavrik mátti teljast heppinn að sleppa aðeins með gult spjald á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann sparkaði greinilega í Matthías Vilhjálmsson, sem lá á vellinum eftir návígi á miðsvæðinu. Staðan var sem sagt markalaus þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar eins og segir vægast sagt skelfilega fyrir FH-inga þar sem framherjinn Murat Tleshev skoraði með skalla eftir sendingu af vinstri kantinum, 0-1 fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Stuttu síðar dró aftur til tíðinda þegar Viktor Örn Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Lavrik og raun sorglegt að ágætur dómari leiksins, hinn pólski Robert Makek, hafi ekki séð í gegnum augjósan leikaraskap Lavrik. Leikmenn FK Aktobe notuðu hvert tækifæri til þess að grýta sér í völlinn við minnstu snertingar en Makek var þó fyrir utan seinna gula spjaldið á Viktor Örn oftast nær vel með á nótunum hvað það varðaði. Gestirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 57. mínútu skoraði Konstantin Golovskoy annað mark FK Aktobe eftir vel útfærða skyndisókn upp hægri kantinn. Róðurinn því orðinn þungur hjá tíu FH-ingum og hann þyngdist enn frekar á 70. mínútu þegar Marat Khayrullin lék á rangstöðugildru FH-inga, fór svo framhjá Daða og renndi boltanum í autt markið, 0-3 gestunum í vil. Leikmenn FK Aktobe náðu að halda boltanum ágætlega innan liðs síns á lokakaflanum enda einum leikmanni fleiri og FH-ingum gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikmenn FK Aktobe voru hins vegar ekki hættir og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Golovkskoy sitt annað mark í leiknum og fjórða og síðasta mark gestanna. Niðurstaðan var svekkjandi 0-4 tap hjá FH, gegn liði sem það ætti á góðum degi að vinna.Tölfræðin:FH - FK Aktobe 0-4 0-1 Murat Tleshev (48.) 0-2 Konstantin Golovskoy (57.) 0-3 Marat Khayrullin (70.) 0-4 Konstantin Golovskoy (85.). Rautt spjald: Viktor Örn Guðmundsson (53.) Kaplakrikavöllur, áhorfendur ???? Dómari: Robert Makek Skot (á mark): 6-14 (3-6) Varin skot: Daði 2 - Andrei 3 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 18-17 Rangstöður: 2-1FH (4-3-3) Daði Lárusson Pétur Viðarsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Viktor Örn Guðmundsson Davíð Þór Viðarsson Matthías Vilhjálmsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (57., Matthías Guðmundsson) Atli Viðar Björnsson (71., Björn Daníel Sverrisson) Alexander Söderlund (57., Tryggvi Guðmundsson) Atli GuðnasonFK Aktobe (4-5-1) Andrei Sidelnikov Anton Chichulin Samat Smakov Yuri Logvinenko Emil Kenzhisariev Ulugbek Asanbayev Andrei Lavrik (82., Alexandr Mitrofoanov) Konstantin Golovskoy Yevgeniy Averchenko (68., Sergey Strukov) Marat Khayrullin (86., Nikita Khokhlov) Murat Tleshev
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira