Enski boltinn

Balotelli orðaður við City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eftir að Roberto Mancini tók við Man. City er enska félagið nú orðað við hvern leikmanninn á fætur öðrum í liði Inter sem Mancini stýrði áður.

Nu er city sagt hafa áhuga á ungstirninu Mario Balotelli sem er aðeins 19 ára en spilaði sinn fyrsta leik fyrir Inter er hann var 17 ára.

Balotelli lítur upp til Mancini og er þess utan ósáttur við takmarkaðan spiltíma hjá Mourinho. Hann er því talinn vera spenntur fyrir því að fara til Englands og hitta þar læriföður sinn.

Forseti Inter, Massimo Moratti, hefur aftur á móti sagt að ekki komi til greina að selja Balotelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×