Enski boltinn

Eiginkona Van der Sar á spítala

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollenski markvörðurinn hjá Man. Utd, Edwin van der Sar, er kominn í ótímabundið frí til þess að vera með eiginkonu sinni sem veiktist alvarlega um jólin.

Eiginkonan féll í yfirlið og var flutt á spítala í Hollandi þar sem hún er enn. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði að það væri engin ástæða fyrir Van der Sar að snúa til baka fyrr en hún væri búin að ná sér.

Tomasz Kuszczak verður því áfram í marki United en Ben Foster er sem fyrr í kuldanum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×