Lífið

Erlend síða ánægð með Riots

Þungarokkararnir í Gordon Riots hafa gefið út sína fyrstu plötu í fullri lengd.
Þungarokkararnir í Gordon Riots hafa gefið út sína fyrstu plötu í fullri lengd.

„Þetta er garg og læti, bara þungarokk,“ segir Kári Árnason, bassaleikari Gordon Riots. Fyrsta plata hljómsveitarinnar í fullri lengd, Dirt"n Worms, er nýkomin út. Fylgir hún í kjölfar EP-plötunnar Witness The Weak Ones sem kom út fyrir tveimur árum.

Upptökur á Dirt"n Worms hófust í febrúar og gengu þær vel. „Hún var tilbúin í júní en fjárskortur dró þetta á langinn í seinni hlutanum. En þetta tókst að lokum,“ segir Kári.

Gordon Riots var stofnuð í Reykjavík árið 2005 og tveimur árum síðar lenti hún í þriðja sæti í hljómsveitakeppninni Battle of the Bands. Sveitin spilaði tvívegis á Airwaves-hátíðinni á dögunum og fékk góðar viðtökur. Meðal annars var fjallað um tónleikana á erlendri þungarokkssíðu og því ljóst að fleiri en íslenskir þungarokkarar kunna að meta hljómsveitina.

Kári segir að mikil gróska sé í þungarokkssenunni á Íslandi og kvíðir ekki framtíðinni. „Ef maður myndi bera hana saman við venjulega rokksenu þá fer miklu meira, að mínu mati, fyrir þungarokksböndum.“ Gordon Riots ætlar að fylgja nýju plötunni eftir með tónleikahaldi á stöðum á borð við 11, Dillon og Grand Rokk á næstunni. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.