Jógvan syngur lag Bubba í Eurovision 9. nóvember 2009 07:00 Mikill heiður að syngja lag Bubba og Óskars Páls. Jógvan Hansen mun syngja Eurovision-lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistarmaðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaflega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X-Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. Bubbi bar mikið lof á hæfileika Jógvans þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Bubbi er reyndar búinn að glíma við flensu undanfarnar tvær vikur og upplýsir, í framhjáhlaupi, að hann hafi reynt að tala sem minnst undanfarna daga. „Og eflaust eiga einhverjir eftir skella uppúr þegar þeir lesa þetta.“ En þá að Eurovision-laginu. Bubbi segir Jógvan hafa í raun allt til brunns að bera til að geta náð langt í tónlistarbransanum. „Jógvan er fyrst og fremst afbraðgs söngvari, hann hefur sterka sviðsnánd og kemur vel fyrir í alla staði. Hans rödd mun henta mjög vel því sem við erum að pæla í að gera og skemmir útlitið ekki fyrir.“ Bubbi hefur alla tíð verið mikill talsmaður þess að syngja á íslensku en enskan hefur smám saman verið að taka yfir í hinni íslensku forkeppni. Bubbi segir að það muni ráðast með teningakasti hvort verður ofaná, íslenskan eða enskan. „Og svo verður sá sem tapar bara að bíta í það súra epli að lenda undir.“ -fgg Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira
Jógvan Hansen mun syngja Eurovision-lag Óskars Páls Sveinssonar og Bubba Morthens. Færeyski söngvarinn segir þetta vera einn af hápunktum ferils síns; Bubbi hafi verið eini íslenski tónlistarmaðurinn sem hann hafi þekkt til áður en hann kom til Íslands, Færeyingar þekki til að mynda lagið Það er gott að elska ákaflega vel. Og Óskar Páll samdi lagið Hvern einasta dag en það færði Jógvan sigur í X-Factor. „Þetta er mikill heiður og framar öllum mínum vonum. Ég hefði verið heimskasti maður Íslands og jafnvel Færeyja líka ef ég hefði sagt nei við þessu tilboði,“ segir Jógvan. Bubbi bar mikið lof á hæfileika Jógvans þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Bubbi er reyndar búinn að glíma við flensu undanfarnar tvær vikur og upplýsir, í framhjáhlaupi, að hann hafi reynt að tala sem minnst undanfarna daga. „Og eflaust eiga einhverjir eftir skella uppúr þegar þeir lesa þetta.“ En þá að Eurovision-laginu. Bubbi segir Jógvan hafa í raun allt til brunns að bera til að geta náð langt í tónlistarbransanum. „Jógvan er fyrst og fremst afbraðgs söngvari, hann hefur sterka sviðsnánd og kemur vel fyrir í alla staði. Hans rödd mun henta mjög vel því sem við erum að pæla í að gera og skemmir útlitið ekki fyrir.“ Bubbi hefur alla tíð verið mikill talsmaður þess að syngja á íslensku en enskan hefur smám saman verið að taka yfir í hinni íslensku forkeppni. Bubbi segir að það muni ráðast með teningakasti hvort verður ofaná, íslenskan eða enskan. „Og svo verður sá sem tapar bara að bíta í það súra epli að lenda undir.“ -fgg
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Sjá meira