Ný stjórnarskrá – stjórnlagaþing Jón Kristjánsson skrifar 12. janúar 2009 06:00 Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Sjá meira
Lýðveldisstjórnarskráin sem gekk í gildi á Þingvöllum árið 1944 hefur nú gilt í 62 ár. Að stofni til er stjórnarskráin 135 ára gömul í þessum mánuði. Hún hefur aldrei verið endurskoðuð í heild sinni, en nokkrar atrennur hafa verið gerðar, svo sem breytingar á kjördæmaskipan og endurskoðun á mannréttindakaflanum á tíunda áratugnum. Tilraunir sem gerðar voru til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili báru ekki árangur. Stjórnarskrárnefndin náði saman um tillögu um að hægt væri að breyta stjórnarskránni án þess að efna til þingkosninga. Í stuttu máli sagt er það mín skoðun að nálægð við pólitísk hitamál í samfélaginu hafi gert það að verkum að ekki reyndist unnt að ná samkomulagi um frekari breytingar. Miklar þjóðfélagsbreytingar kalla vissulega á heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Gjörbreytt samskipti við alþjóðasamfélagið, aukin krafa um íbúalýðræði og dreifingu valds og gegnsæi, gjörbreyttar aðstæður í samfélaginu. Allt kallar þetta á endurskoðun, og nægir að minna á umræðu dagsins um með hverjum hætti má framselja fullveldi eða ríkisvald. Innan Framsóknarflokksins hafa verið miklar umræður og málefnavinna varðandi stjórnarskrána og beint lýðræði. Starfshópur á vegum flokksins hefur unnið að stefnumótun í málinu nú um margra mánaða skeið og hyggst gefa flokksþingi skýrslu þar sem hugmyndir um endurskoðun stjórnarskrárinnar eru lagðar fyrir. Þjóðin sjálf marki nýja stjórnskipanÞað er eindregin skoðun starfshópsins að búa verði svo um hnútana að þjóðin sjálf sé stjórnarskrárgjafinn með raunverulegum hætti. Hingað til hafa breytingar á stjórnarskránni verið hnýttar við almennar kosningar um umræður um dægurmál í Alþingi. Það er meðal annars vegna þess að rjúfa þarf þing og efna til kosninga eftir að alþingismenn hafa rætt og samþykkt stjórnarskrárbreytingar. Þær hafa hingað til hafa verið undirbúnar af fámennum starfsnefndum og lagðar fyrir Alþingi sem frumvarp til stjórnskipunarlaga. Frumkvæði að breytingum hefur aðeins getað komið frá alþingismönnum þó að stjórnvöld fari með vald í umboði þjóðarinnar.Hugmyndir starfshópsins sem lagðar verða fyrir flokksþing Framsóknarmanna um næstu helgi eru þess efnis að kalla eftir þátttöku þjóðarinnar í þessari vinnu með stjórnarskrárbreytingu um að boðað verði til stjórnlagaþings og kosið til þess sérstaklega. Slíkt stjórnlagaþing yrði haldið í heyranda hljóði eins og Alþingi og það mætti hugsa sér að tillögur þess yrðu síðan lagðar fyrir dóm þjóðarinnar ef þær nytu nægilegs stuðnings. Þjóðin hefði síðan ætíð síðasta orðið í allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægtMeð þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum. Mörg brýn verkefni stjórnlagaþingsStjórnlagaþing mundi hafa mikil verkefni og nauðsyn ber til að það spegli sem flest sjónarmið í samfélaginu. Sem dæmi um verkefnin má nefna ákvæði um ríkisstjórn og Alþingi og tengsl þeirra aðila, forseta Íslands, dómstóla, auðlindir og umhverfi .Til viðbótar má svo nefna það ákvæði sem mikið hefur verið til umræðu nú þessa dagana sem er um framsal ríkisvalds eða fullveldis. Ennfremur eru sjónarmið um almenn mannréttindi ætíð breytingum háð. Þá er brýn þörf á að setja ákvæði um aukið valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.Ég tel að Alþingi setji ekki á neinn hátt niður þótt efnt verði til stjórnlagaþings. Alþingi hefur næg verkefni í almennri löggjöf, og þörf er á að efla starf þess.Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun