Viðskipti erlent

Lloyd´s segir að skipa- og viðlagatryggingar muni stórhækka

Einn af helstu eigendum alþjóðlega tryggingarfélagsins Lloyd´s í London segir að framundan séu miklar hækkanir á skipa-. eigna- og viðlagatryggingum í heiminum. Eigandinn, tryggingarfélagið Amlin, telur að þessar tryggingar muni hækka um 20% í ár.

Minni tryggingarfyrirtæki en Lloyd´s hafa farið illa út úr tryggingum sínum á síðasta ári, einkum viðlagatryggingum á fellibyljasvæðum heimsins. Það gefur risum á borð við Amlin og Lloyd´s aukna möguleika á að ná sér í stærri markaðshlutdeild.

Í frétt um málið í Daily Mail segir að síðasta ár hafi verið það næstkostnaðarsamasta í sögu alþjóðlegra tryggingarfélaga. Bara fellibylurinn Ike kostaði þau um 20 milljarðar dollara.

Hrun AIG tryggingarfélagsins hefur einnig gert það að verkum að önnur stór tryggingarfélög eru varkárari í tryggingum sínum og hafa hækkað gjöld sín í áhættumestu tryggingarflokkunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×