Formúla 1

Ferrari sprakk á frumsýningunni

Frumsýning Ferrari fór ekki alveg eins og best verður á kosið.
Frumsýning Ferrari fór ekki alveg eins og best verður á kosið. Mynd: Getty Images

Vefur Ferrari sprakk þegar liðið ætlaði að frumsýna nýjan Ferrari með pompi og prakt á mánudagasmorgni.

Í stað þess að hundruð þúsunda áhugamannna og fagmanna gæti skoðað bílinn í królk og kring eins og til stóð. Þá birtist engin síða og enn bíða menn eftir fyrstu myndum af bílnum.

Ferrari kaus að fara þá leið að frumsýna bílinn ekki formlega með hundruð blaðamanna og ljósmyndara á staðnum, eins og oftast hefur verið gert. Vegna njósnamálsins umtalaða hafði Ferrari sama háttinn á í fyrra.

En leið Ítalanna var ekki að virka sem skyldi og netþjónar þoldu ekki álagið og frumsýningarmorgunin hjá Ferrari hefur því breyst í hálfgerða martröð.

Nýja bílnum verður ekið á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Aka átti bínum á Firano brautinni við höfuðstöðvar Ferrari, en vegna veðurs var breytt um æfingasvæði.

sjá nánar um frumsýningu Ferrari í dag












Fleiri fréttir

Sjá meira


×