NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa 3. desember 2009 00:01 Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að í nokkrum tilvikum hafi tilskilins tilkynningarfrests ekki verið gætt og vaxtahækkun á þeim lánum frestist því. Tilkynna þarf um vaxtabreytingar með 45 daga fyrirvara. Fjármálaráðherra fundaði með fulltrúum bankans í gær og embættismenn í kjölfarið. „Við töldum ástæðu til að funda með fjárfestingarbankanum bæði vegna þessa og annarra mála sem varða samskipti Íslands og bankans," segir Guðmundur. Þar er vísað til mála sem snúa að óskum bankans um lán hans til gömlu bankanna. Fjármálaráðherrar Norðurlandanna funda á morgun og segir Guðmundur líklegt að málið verði rætt þar. Orkuveita Reykjavíkur er greiðandi tveggja lána sem Reykjavíkurborg tók á sínum tíma, en þau fluttust til fyrirtækisins með veituverkefnum. Anna Skúladóttir fjármálastjóri staðfestir að bankinn hafi tilkynnt hækkun, en vill ekki tilgreina hve mikla. „Þeir vildu hækka um töluvert marga punkta." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um margfalda hækkun vaxtaprósentunnar að ræða. Bankinn er sameign Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna og situr Þorsteinn Þorsteinsson í stjórn hans fyrir Íslands hönd. Hann var staddur erlendis í gær og náðist ekki í hann. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, vildi ekki tjá sig um málið. Lánasjóðurinn hefði staðið við allar sínar skuldbindingar. Ríkisútvarpið greindi frá því í júlí að bankinn væri hættur að lána íslenskum fyrirtækjum. Helmingur af tapi bankans á síðasta ári hafi verið vegna íslenskra lána. Heildartapið nam 145 milljónum evra, um 26,5 milljörðum króna að núvirði.- kóp
Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira