Eldri borgarar hundsaðir Björgvin Guðmundsson skrifar 3. desember 2009 06:00 Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun