Umfjöllun: KR vann mikilvægan sigur í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2009 20:38 Tommy Johnson reyndist sínum gömlu félögum í Keflavík erfiður í kvöld. Mynd/Vilhelm KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
KR vann í kvöld sigur á Keflavík í hörkuspennandi leik, 100-85, í Iceland Express deild karla.KR byrjaði með miklum krafti í leiknum í kvöld og skoraði fyrstu fimmtán stig leiksins. Staðan var orðin 20-2 þegar að heimamenn vöknuðu loksins til lífsins og fóru að veita gestunum einhverja samkeppni. Keflavík skoraði þá níu stig í röð og náði að minnka muninn í sjö stig áður en fyrsta leikhluta lauk. KR byrjaði leikinn á frábærri vörn en hún dalaði þó eftir því sem leið á leikinn. Keflavík að sama skapi náði upp ágætum varnarleik í öðrum leikhluta og beitti hröðum og árangursríkum sóknum. Til að bæta gráu á svart fyrir KR-inga fór dómgæslan mikið í taugarnar á þeim undir lok fyrri hálfleiks og fengu þeir dæmdar á sig tvær tæknivillur með skömmu millibili. Fyrir vikið náði Keflavík að jafna metin en KR hélt þó forystunni í hálfleik, 50-47. Leikmenn börðust af miklu harðfylgi um hvern einasta bolta í kvöld og var því oft mikill hiti í mönnum. KR-ingar voru áfram með undirtökin í leiknum í þriðja leikhluta og náði til að mynda góðum 12-0 spretti þá. En Keflavík var aldrei langt undan og kom sér aftur inn í leikinn með öflugum sóknarleik. Sverrir Þór Sverrisson kom Keflvíkingum yfir með ótrúlegum þristi úr horninu þegar um fimm mínútur voru eftir. En þá fór allt að ganga á afturfótunum hjá Keflavík. Þeir hættu einfaldlega að nýta skotin sín á meðan að það fór allt ofan í hjá gestunum. Tommy Johnson hafði átt mjög góðan fyrri hálfleik en var lengst af týndir í þeim síðari. Þar til að hann setti niður tvo þrista með skömmu millibili undir lok leiksins og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur. Brynjar Þór Björnsson fylgdi svo eftir með þriðja þristi KR í röð og þar með var ljóst að munurinn var orðinn það mikill að Keflvíkingar myndu ekki ná að brúa bilið á nýjan leik. Eins og tölurnar gefa til kynna var sóknarleikurinn í fyrirrúmi í kvöld en liðin hafa þó oft leikið betri varnarleik. Hörður Axel Vilhjálmsson var drjúgur hjá Keflavík en það dugði ekki til. Sigurður Þorsteinsson og Jón Nordal Hafsteinsson komust einnig ágætlega frá sínu. Mestu munaði að KR-ingar voru að nýta skotin sín mun betur en Keflvíkingar í kvöld. Johnson átti sem fyrr segir mjög góðan leik og annar fyrrum Keflvíkingur, Fannar Ólafsson, var í mjög stóru hlutverki eins og svo oft áður. Hann kórónaði góðan leik með ótrúlegri troðslu á lokamínútu leiksins og fiskaði hann meira að segja villu á Gunnar Einarsson um leið. KR er nú komið upp að hlið Njarðvíkur á toppi Iceland Express-deildar karla með sextán stig en Keflvíkingar eru ekki langt undan með fjórtán stig í fjórða sæti.Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 21, Sigurður Þorsteinsson 19 (7 frák.), Gunnar Einarsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Elentínus Margeirsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Almar Guðbrandsson 3, Davíð Þór Jónsson 3.Stig KR: Tommy Johnson 29, Fannar Ólafsson 23 (11 frák.), Brynjar Þór Björnsson 15, Semaj Inge 10, Darri Hilmarsson 8, Steinar Kaldal 4, Finnur Atli Magnússon 4, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25 Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39 Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Hörður Axel: Erfitt að elta Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var vitanlega ósáttur við tap sinna manna fyrir KR á heimavelli í kvöld. 3. desember 2009 21:25
Tommy Johnson: Góður afmælisdagur Tommy Johnson hélt upp á afmælið sitt í kvöld með góðri frammistöðu gegn hans gömlu félögum í Keflavík er KR vann þar góðan sigur, 100-85. 3. desember 2009 21:39
Páll: Öflugt að vinna í Keflavík Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, sagði að það hefði verið öflugt hjá sínum mönnum að vinna sigur á sterku liði Keflavíkur á útivelli. 3. desember 2009 21:32