Lífið

Gestir orðnir tíu þúsund

Jón Torfason ásamt þeim Harry og Heimi á sýningunni í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/anton
Jón Torfason ásamt þeim Harry og Heimi á sýningunni í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/anton
Tíu þúsundasti gestur leikritsins Harry og Heimir var leystur út með gjöfum í miðri sýningu í Borgarleikhúsinu á þriðjudags­kvöld. Jón Torfason var sá heppni og fékk hann í sinn hlut veglegan blómvönd, gjafakort í Borgarleikhúsinu og plötu með fyrstu útvarpsleikritunum eftir þá félaga Harry og Heimi. Leikritið Harry og Heimir – með öðrum morðum var frumsýnt 12. september síðastliðinn. Síðan þá hafa verið leiknar fimmtíu sýningar fyrir troðfullu húsi og ljóst að þeir félagar hafa svo sannarlega hitt í mark á meðal almennings. Uppselt er á leikritið langt fram í janúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.