Enski boltinn

Foster farið að leiðast þófið á Old Trafford

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Markvörðurinn Ben Foster viðurkennir að hann sé orðinn nokkuð þreyttur á því að sitja á tréverkinu hjá Man. Utd.

Foster fékk tækifæri hjá United í upphafi tímabils er Van der Sar var meiddur en tókst ekki að slá í gegn með sannfærandi frammistöðu. Í dag kemst hann á stundum ekki einu sinni á bekkinn lengur.

Þrátt fyrir þá staðreynd var hann aðalandsliðsmarkvörður Englands gegn Brasilíu.

„Þetta er frekar furðulegt. Að vera þriðji markvörður hjá United og landsliðsmarkvörður Englands. Það er afar pirrandi að vera ekki einu sinni á bekknum hjá United," sagði Foster.

„Edwin er einn besti markvörður heims þannig að ég get ekki beint lamið á hurðina hjá Sir Alex og rifið kjaft."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×