Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 28. júlí 2009 08:29 Michael O'Leary. Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira