Fótbolti

Færri dýfur á Englandi og leikmenn Juve og Inter eru aumingjar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Clarence Seedorf.
Clarence Seedorf.

Hollendingurinn Clarence Seedorf, leikmaður AC Milan, er ekki hrifinn af því hversu mikill leikaraskapur er í ítalska boltanum. Hann telur að leikmenn á Ítalíu geti lært af leikmönnum í enska boltanum.

„Það er mikill munur á dýfum eftir löndum. Á Englandi er til að mynda mun minna um þetta en á Ítalíu. Ég held að það myndi hjálpa að hafa rúgbý-reglur á Ítalíu. Leikmenn yrðu bara dregnir strax af velli er þeir liggja á vellinum. Það vill ekkert lið vera manni færri," sagði Seedorf.

„Ég varð fyrir miklum vonbrigðum er ég horfði á leik Juventus og Inter. Í tvígang kom það fyrir að leikmaður héldi um andlit sitt þó svo hann hefði meiðst annars staðar. Þetta er vanvirðing við leikinn og hreinn og beinn aumingjaskapur. Knattspyrnumenn eiga ekki að vera aumingjar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×