Enski boltinn

Coyle hefur ekki áhuga á að taka við landsliði Skota

Ómar Þorgeirsson skrifar
Owen Coyle.
Owen Coyle. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Owen Coyle hjá Burnley hefur staðfest að hann hafi ekki áhuga á að gerast landsliðsþjálfari Skotlands að svo stöddu í það minnsta.

Coyle hefur gert frábæra hluti með Burnley eftir að tryggja liðinu sæti í efstu deild á síðasta ári en nýliðarnir eru sem stendur í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er ekkert flókið. Ég er knattspyrnustjóri Burnley og hef verk að vinna þar og elska mitt starf hjá félaginu og einbeiti mér bara að því. Því kemur ekki til greina að ég taki við skoska landsliðinu," er haft eftir Coyle í breskum fjölmiðlum í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×