Fótbolti

Vanvirðing við Meistaradeildina að tefla fram leikskólaliði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þýska goðsögnin Matthias Sammer segir að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, beri ekki næga virðingu fyrir Meistaradeildinni og það hafi sýnt sig í gær er hann tefldi fram það sem Sammer kallar leikskólalið.

Ungir og óreyndir leikmenn eins og Kerrea Gilbert, Kyle Bartley, Jack Wilshere og Tom Cruise fengu að reyna sig í gær gegn Olympiakos. Arsenal tapaði, 1-0, en það breytti engu fyrir liðið enda komið áfram. Tapið gerði það aftur á móti að verkum að gríska liðið komst áfram á kostnað Standard Liege.

Sammer er afar ósáttur við vinnubrögð Wenger og segir að hann geri lítið úr deildinni með háttalagi sínu.

„Ég er afar svekktur með það sem Wenger gerði. Þetta er Meistaradeildin, ein mikilvægasta keppnin í heiminum og hann mætir til leiks með eitthvað leikskólalið," sagði Sammer hneykslaður.

„Hann má það vissulega en ég get ekki borið virðingu fyrir þessari ákvörðun. Mönnum ber að sýna meiri virðingu en þetta fyrir keppninni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×