Yfir 50 breskar krár loka í hverri viku vegna kreppunnar 22. júlí 2009 10:39 Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjármálakreppan hefur leikið Breta svo grátt að fleiri og fleiri þeirra velja nú að drekka heima hjá sér fremur en á kránni. Þetta hefur valdið því að rúmlega 50 breskar krár loka nú og hætta rekstri í hverri viku. Samkvæmt upplýsingum frá samtökum kráareigenda í Bretlandi (BBPA) eru lokanir á krám núna orðnar þriðjungi fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í sögu samtakanna. Það eru einkum hefðbundnar litlar hverfiskrár sem verða fyrir barðinu á kreppunni en stærri staðir sem bjóða einnig upp á matsölu standa betur, þó ekki muni miklu. Fastagestir hverfiskránna eru hinsvegar horfnir af vettvangi í miklum mæli. Talsmaður BBPA segir að kreppan sé ástæðan fyrir þessari þróun. „Færra fólk fer út að skemmta sér en áður og færri kaupa sér ölglas eða drykk á krám eða börum," segir talsmaðurinn. Þótt krárnar reyni hvað þær geta til að aðlaga sig að nýjum tímum bendir talsmaðurinn á að hverfiskrá í smábæ eigi aldrei möguleika á því að verða eftirsótt krá í stórborg. Á síðasta ári, áður en kreppan varð alvarleg, fækkaði krám á Bretlandseyjum um 2.400. Um síðustu áramót voru rúmlega 53.000 krár starfandi í landinu.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira