Innlent

AGS gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar ríkisstjórnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar nýrrar ríkisstjórnar, meðan hún heldur sig innan ramma samkomulags stjórnvalda við sjóðinn. Þetta sagði fjármálaráðherra á fundi fjárlaganefndar í morgun. Ingimar Karl Helgason.

Íslensk stjórnvöld hafa samvið við alþjóðagjaldeyrissjóðinn um hvernig haga á efnahagsmálum. Í samkomulaginu felst meðal annars risastórt lán sem á að styðja við gengi krónunnar. Sjóðurinn hefur einnig gert kröfur um hátt vaxtastig, eða mikið aðhald í peningamálum eins og það er kallað, svo nokkuð sé nefnt.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var spurður um það á fundi fjárlaganefndar í morgun, hvort Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði athugasemdir við áherslubreytingar nýrrar ríkisstjórnar. Steingrímur sagði svo ekki vera. Á meðan ríkisstjórnin héldi sig innan ramma samkomulagsins þá gerði sjóðurinn ekki athugasemdir. Efnahagsáætlunin væri þrátt fyrir allt dýnamísk.

Sjálfstæðismenn gagnrýndu að nefndin og þingið fengju ekki aðgang að samskiptum ríkisstjórnarinnar og sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×