Viðskipti erlent

Álverðið tekur dýfu á markaðinum í London

Heimsmarkaðsverð á áli hefur tekið dýfu á markaðinum í London undanfarna tvo dag. Í morgun var verðið komið niður í 1.465 dollara fyrir tonnið í framvirkum þriggja mánaða samningum.

Í upphafi vikunnar, eða á mánudag, stóð verðið í 1.525 dollurum þannig að lækkunin nemur tæpum 4% á þessum tíma.

Álbirgðir hafa verið að hlaðast upp í heiminum á undanförnum mánuðum og hafa aldrei verið meiri en nú. Birgðirnar standa í um 4 milljónum tonna þessa stundina. Ekki er gert ráð fyrir að þær lækki að ráði á næstunni vegna erfiðleika bílaframleiðenda og flugfélaga í fjármálakreppunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×