Fótbolti

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og Júróvisjón á sama tíma að ári

Óskar ófeigur Jónsson skrifar
Bikarinn sem keppt er um í Meistaradeildinni.
Bikarinn sem keppt er um í Meistaradeildinni. Mynd/AFP

Laugardagurinn 22.maí 2010 verður svo sannarlega viðburðarríkur því þá fá Evrópubúar bæði að vita hvaða þjóð á besta lagið í Júróvisjón og hvaða þjóð á besta fótboltafélag álfunnar. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar og úrslitakvöld Júróvisjón fara nefnilega bæði fram þetta laugardagskvöld.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á laugardegi á næsta ári en hann hefur vanalega farið fram á miðvikudegi eins og hann gerir í ár. Úrslitaleikurinn á næsta ári fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid en Júróvisjón fer eins og kunnugt er fram í Noregi.

Forráðamenn UEFA hafa greinilega fulla trú á því að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þoli samkeppnina við Júróvisjón en almennt er talið um að hundrað milljónir Evrópubúa fylgist með úrslitakvöldinu í Júróvisjón.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×