Sjálfstæðismaðurinn Björn Bjarnason skrifar á heimasíðu sína að styrkir FL Group til Sjálfstæðisflokksins upp á þrjátíu milljónir brjóti gegn öllu hefðum Sjálfstæðisflokksins.
Í blogginu rekur hann stuttlega atburðarás fundar sem var haldinn í Valhöll í dag vegna fréttar Stöðvar 2 um risastyrk til Sjálfstæðisflokksins. Þar lýsti Björn þeirri skoðun sinni að ekki væri unnt að sitja undir slíku.
úr varð að Geir H. Haarde axlaði ábyrgð á styrknum, auk þess sem hann eignaði sér ábyrgð síðar um kvöldið á 25 milljón króna styrk frá Landsbankanum til flokksins.
Þegar Vísir ræddi við Ásgeir Friðgeirsson fyrr í kvöld fullyrti hann að styrkurinn hefði ekki farið í gegnum bankaráð. Ekki náðist í Sigurjón Þ. Árnason, annars af þáverandi bankastjórum Landsbankans vegna málsins.
Blogg Björns má hinsvegar lesa hér.