Ný framtíðarsýn 8. apríl 2009 06:00 Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett. Án þess að ákveða fyrirfram innihald þeirrar stjórnarskrár má fullyrða að hún muni byggjast á stjórnarskrárformi lýðræðisríkja með fullkominni þrígreiningu ríkisvaldsins og valdtemprunarhugmyndum Montesquieu að löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið og dómsvaldið eiga að vera fullkomlega sjálfstæð og tempra vald hvers annars. Hljóti tillögur okkar framsóknarmanna um niðurfellingu skulda heimila og fyrirtækja brautargengi má sjá til lands. Við teljum að með niðurfellingu þeirra sé verið að skapa svigrúm til að takast á við efnahagshrunið. Við getum ekki bundið þegna okkar í áframhaldandi skuldafangelsi með lengingu lána og skuldbreytingum. Flestar lánaforsendur eru brostnar og því verður að grípa til áður óþekktra aðgerða. Ekki er nóg að fella niður skuldir því hér verður að tryggja atvinnu samhliða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð verið atvinnumálaflokkur og haft hátt atvinnustig þjóðarinnar að leiðarljósi. Hér verða allir vinnubærir einstaklingar að hafa atvinnu. Lítil og meðalstór fyrirtæki skipta hér mestu ásamt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. Við þurfum að efla fyrirtæki í framleiðslu sem eru að framleiða raunverulega og áþreifanlega vöru en ekki afurð sem byggð er á lofti eða bleki á pappír. Hlúa þarf að þeim fyrirtækjum sem þegar eru í atvinnuskapandi rekstri og eru að skapa verðmæti. Við viljum skynsama og hagkvæma nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á gnótt auðlinda og þær látum við aldrei af hendi til annarra þjóða. Með skynsamlegri auðlindastjórn komum við Íslandi aftur þangað sem við eigum að vera – að vera þjóð meðal þjóða. Höfundur skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar