Fótbolti

AC Milan náði aðeins markalausu jafntefli á móti Livorno

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengut ekkert hjá Leonardo, nýjum þjálfara AC Milan.
Það gengut ekkert hjá Leonardo, nýjum þjálfara AC Milan. Mynd/AFP

AC Milan er ekki að byrja vel undir stjórn Brasilíumannsins Leonardo á þessu tímabili því liðið fylgdi á eftir 0-4 stórtapi á móti nágrönnum sínum í Inter með því að ná aðeins að gera markalaust jafntefli á móti nýliðum Livorno í dag.

Ronaldinho átti enn einu sinni slakan dag og var skipt útaf í seinni hálfleik. Varamaður hans, Andrea Pirlo, komst næst því að skora þegar hann átti skot í þverslánna. Klaas Jan Huntelaar var einnig slakur í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu og var skipt útaf fyrir Filippo Inzaghi.

Leikmenn Livorno voru ánægðir með stigið en það vakti athygli að nöfn tveggja leikmanna liðsins voru ekki rétt skrifuð á búningum þeirra. Næsti leikur AC Milan er í Meistaradeildinni á þriðjudaginn á móti franska liðinu Marseille.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×