Innlent

Keflavíkurgangan farin á morgun

Undirbúningshópurinn kom saman við Vogaafleggjara fyrr í vikunni ásamt bæjarstjórum og oddvitum í bæjarmálunum af svæðinu til að vekja athygli á göngunni.
Undirbúningshópurinn kom saman við Vogaafleggjara fyrr í vikunni ásamt bæjarstjórum og oddvitum í bæjarmálunum af svæðinu til að vekja athygli á göngunni.
Þverpólitísk Keflavíkurganga verður farin á morgun frá Vogaafleggjara klukkan hálfellefu, gengnir verða 10 kílómetrar að Kúagerði þar sem samstöðufundur verður haldinn klukkan tvö.

Undirbúningshópur Keflavíkurgöngunnar krefst þess að stjórnvöld gangi í takt og mæti hópnum á miðri leið. Hópurinn vill koma af stað vitundarvakningu um stöðu atvinnumála á Suðurnesja. Þar eru í dag 1600 manns án atvinnu.

Rútuferðir að Vogaafleggjara verða frá öllum sveitarfélögum klukkan ellefu og þeir sem ekki treysta sér til að ganga geta áfram setið í rútum eða komið á bílum og mun bílalest fylgja göngunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×