Lífið

Hagkvæmt Áramótaskaup í smíðum

Þórhallur Gunnarsson segir að leitað sé allra leiða til gera Skaupið eins hagkvæmt og mögulegt er. Leikstjóri Áramótaskaupsins er Gunnar Björn Guðmundsson.
Þórhallur Gunnarsson segir að leitað sé allra leiða til gera Skaupið eins hagkvæmt og mögulegt er. Leikstjóri Áramótaskaupsins er Gunnar Björn Guðmundsson.

„Við munum reyna að vera eins hagsýn og mögulegt er. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir og það er enn verið að skrifa handritið en við vinnum eftir ákveðinni áætlun," segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri RÚV. Hljótt hefur farið fyrir vinnslu Skaupsins þetta árið en leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson. Ekki hafa verið ráðnir neinir leikarar en handritshöfundarnir eru þau Ari Eldjárn, Anna Svava Knútsdóttir, Ottó Geir Borg, leikstjórinn Gunnar og Sævar Sigurgeirsson.

Þórhallur vill ekki gefa upp neinar krónu-eða prósentutölur en áréttar að ef einhver niðurskurður verði muni það ekki bitna á gæðunum. „Við erum bara að leita allra leiða til að gera Skaupið eins hagkvæmt og mögulegt er." Og kostnaður við Skaupið hefur hríðlækkað undanfarin þrjú ár. Þegar Reynir Lyngdal sat við stjórnvölinn kostaði það tæpar fjörutíu milljónir, Ragnar Bragason fékk þrjátíu milljónir til umráða árið eftir en í fyrra, þegar Silja Hauksdóttir var í leikstjórastólnum, var 26 milljónum eytt í þennan ofurvinsæla dagskrárlið. Þá voru aðeins níu leikarar sem komu við sögu og spurning hvort enn færri grínistar muni halda uppi Skaupi ársins á gamlársdag. - fgg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.