Formúla 1

Vettel fljótur á Spáni

Sebastian Vettel á Red Bull byrjar æfingatímabilið vel. Hann var lfjótastur ökumanna á 2009 bíl í dag.
Sebastian Vettel á Red Bull byrjar æfingatímabilið vel. Hann var lfjótastur ökumanna á 2009 bíl í dag. mynd: getty images

Sebastian Vettel frá Þýskalandi var næstfljótastur allra ökumanna á Jerez brautinni á Spáni í dag. Hann ekur nýjum Red Bull bíl og varð á eftir Sebastian Buemi á Torro Rosso, sem ók 2008 bíll.

Vettel var ánægður með nýja fákinn, sem kom vel út á allan hátt. Buemi ók bíl sem á að vera fljótari, enda samkvæmt 2008 reglunum, sem buðu upp á meiri tæknibúnað.

Þrjú lið æfðu í Bahrain í dag. Toyota, BMW og Ferrari. Landi Vettel, Timo Glock var fljótastur á Toyota, en þoka háði ökumönnum um tíma og Felipe Massa var aðeins 0.1 sekúndu á eftir Glock. Æfingar keppnisliða á hinum ýmsu brautum standa til 12. mars. Þá fer lokaæfingin fram í Barcelona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×