Atvinnuleysi nær áður óþekktum hæðum í vor 12. febrúar 2009 12:26 Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Nú eru yfir 14.700 manns atvinnulausir á landinu samkvæmt tölu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en það er rétt tæplega 9% af mannaflanum á vinnumarkaðinum. Í Morgunkorninu er vitnað til yfirlits um stöðuna sem Vinnumálastofnun birti í gær á vinnumarkaði í janúar. Kemur þar fram að skráð atvinnuleysi í mánuðinum var að meðaltali 6,6%, sem jafngildir því að 2,554 manns hafi að jafnaði verð án vinnu. Þetta er hæsta atvinnuleysishlutfall frá ársbyrjun 1995, þegar atvinnuleysi nam 6,8% af vinnuaflinu. Ólíkt því sem þá var er atvinnuleysi nú ört vaxandi og útlit fyrir að það fari í eða yfir 10% fyrir sumarið. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að um síðustu mánaðamót voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í hlutastörfum. Samsvarar þetta tæplega fimmtungi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í janúarlok. Ríflega helmingur þessa fólks fær greiddan hluta atvinnuleysisbóta í samræmi við það sem vantar upp á fullt starfshlutfall, samkvæmt lögum um hlutabætur sem sett voru í nóvember síðastliðnum. Þessi hópur hefur vaxið ört, en móttakendur slíkra bóta voru 668 í desemberlok og 210 í lok nóvember. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum og er útlit fyrir að það nái áður óþekktum hæðum á vordögum, að því er segir í Morgunkorni greiningar Glitnis. Nú eru yfir 14.700 manns atvinnulausir á landinu samkvæmt tölu á vefsíðu Vinnumálastofnunnar en það er rétt tæplega 9% af mannaflanum á vinnumarkaðinum. Í Morgunkorninu er vitnað til yfirlits um stöðuna sem Vinnumálastofnun birti í gær á vinnumarkaði í janúar. Kemur þar fram að skráð atvinnuleysi í mánuðinum var að meðaltali 6,6%, sem jafngildir því að 2,554 manns hafi að jafnaði verð án vinnu. Þetta er hæsta atvinnuleysishlutfall frá ársbyrjun 1995, þegar atvinnuleysi nam 6,8% af vinnuaflinu. Ólíkt því sem þá var er atvinnuleysi nú ört vaxandi og útlit fyrir að það fari í eða yfir 10% fyrir sumarið. Fram kemur í yfirliti Vinnumálastofnunar að um síðustu mánaðamót voru 2.136 af þeim sem voru skráðir atvinnulausir í hlutastörfum. Samsvarar þetta tæplega fimmtungi þeirra sem skráðir voru atvinnulausir í janúarlok. Ríflega helmingur þessa fólks fær greiddan hluta atvinnuleysisbóta í samræmi við það sem vantar upp á fullt starfshlutfall, samkvæmt lögum um hlutabætur sem sett voru í nóvember síðastliðnum. Þessi hópur hefur vaxið ört, en móttakendur slíkra bóta voru 668 í desemberlok og 210 í lok nóvember.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira