Lífið

Gleymir ekki Valentínusi

Hollywood-leikarinn bað unnustu sinnar á Valentínusar­deginum.
Hollywood-leikarinn bað unnustu sinnar á Valentínusar­deginum.
Leikarinn Vince Vaughn segist hafa beðið unnustu sinnar Kylu Weber á Valentínusardeginum í febrúar síðastliðnum. Weber, sem er kanadískur fasteignasali, sagði umsvifalaust já. Hjálpaði það vafalítið til að þau höfðu áður rætt saman um hjónaband og komist að þeirri niðurstöðu að þau vildu gjarnan prófa það. Vince segir að aðeins Valentínusar­dagurinn hafi komið til greina fyrir bónorðið. „Ég vildi ekki missa af þessu tækifæri því það er ekki hægt að gleyma þessari dagsetningu,“ segir Vince, sem átti áður í ástar­sambandi með Jennifer Aniston.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.