Lífið

30 Rock nýtir sér Ísland í nýrri seríu

Til Íslands. Eða svona næstum því. Gamanþættirnir 30 Rock nýta sér bjartar sumarnætur á Íslandi þegar ein persónan tekur að sér hlutverk í varúlfamynd.
Til Íslands. Eða svona næstum því. Gamanþættirnir 30 Rock nýta sér bjartar sumarnætur á Íslandi þegar ein persónan tekur að sér hlutverk í varúlfamynd.

Ein vinsælasta gamanþáttaröð Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað, 30 Rock, er komin í góðan hóp með Simpson-fjölskyldunni og Sopranos því þátturinn tekur Ísland upp á sína arma í fjórðu og nýjustu seríunni. 30 Rock, sem skartar Alec Baldwin og Tinu Fey í aðalhlutverkum, er margverðlaunaður þáttur og hlaut nánast öll Emmy-verðlaunin sem hann gat fengið á nýliðinni hátíð.

Vefsíðan Newsday.com birtir viðtal við einn af handritshöfundum þáttanna og framleiðenda, Robert Carlock. Þar kemur fram að í einum nýjasta þættinum kemur Ísland töluvert við sögu. Þannig er mál með vexti að hin vonlausa leikkona Jenna Maroney, sem leikin er af Jane Krakowski, er einstaklega þefvís á vondar kvikmyndir og enn verri kvikmyndahandrit.

Þrátt fyrir varnarorð sinna nánustu ákveður Jenna að taka að sér stórt hlutverk í varúlfamynd enda veit hún sem er að fyrirbæri á borð við True Blood og Twillight hafa farið sigurför um heiminn. Vandamálið er að umrædd kvikmynd á að vera tekin upp á Íslandi yfir sumartímann. „Þetta verður auðvitað mjög erfitt því það er náttúrlega bjart nánast allan sólarhringinn um þetta leyti og þau geta aðeins tekið upp varúlfa­atriði í eina mínútu á dag,“ útskýrir Carlock, sem tekur þetta atriði sérstaklega út í fjórðu seríunni. Ekki er hins vegar vitað til þess að tökulið frá 30 Rock hafi komið til Íslands enda eru þættirnir að mestu leyti gerðir í New York. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.