Fótbolti

Samsæriskenningarnar eru kjaftæði

Andres Iniesta fagnar markinu sínu mikilvæga
Andres Iniesta fagnar markinu sínu mikilvæga Nordic Photos/Getty Images

"Þetta er kjaftæði og þú mátt hafa það eftir mér," sagði framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Evrópu í samtali við breska blaðið Guardian þegar hann var spurður út í samsæriskenningar sem vaknað hafa eftir leik Chelsea og Barcelona í gær.

Dómgæslan í leiknum þótti ekki sérlega góð og sérstaklega þótti halla á lið heimamanna - sem vildu meina að þeir hefðu verið rændir fjórum vítaspyrnum í leiknum.

Barcelona náði 1-1 jafntefli með marki í blálokin og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í Róm þar sem liðið mætir Manchester United.

Eins og oft áður hafa samsæriskenningar farið af stað eftir leikinn en David Taylor hjá UEFA brást við reiður þegar hann var spurður út í slíkar kenningar.

"Ef er samsæri í gangi, þá er það fjölmiðlasamsæri gegn UEFA. Þetta reitir mig til reiði því þetta er ekkert annað en kjaftæði," sagði Taylor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×