Lífið

Gately syngur á nýjustu plötu Boyzone

Stephen Gately
Stephen Gately
Fjórir eftirlifandi meðlimir strákabandsins Boyzone hafa nú upplýst að á nýjustu plötu þeirra muni fyrrum félagi þeirra, Stephen Gately, syngja tvö lög en Gately lést í síðasta mánuði. Hann fannst látinn á hótelherbergi á Mallorca þar sem hann var í fríi með kærasta sínum Andrew Cowles.

Sky News tóku fyrsta viðtalið við hljómsveitina eftir dauða Gateyly. Þar upplýsa þeir að Stephen hafi tekið upp tvö lög fyrir plötuna, sem er sú fjórða í röðinni, og þau lög munu vera á plötunni til minningar um hann.

„Hann var svo spenntur yfir þessu, hann sendi mér skilaboð skömmu áður en hann lést og sagðist ekki geta beðið eftir því að byrja," sagði Ronan Keating í viðtalinu.

„Ég hafði aldrei séð Stephen svo fullan af lífi, svo hamingjusaman, heilbrigðin og svo ástfanginn af lífinu. Það er meðal annars vegna þess sem dauði hans er okkur svo þungbær. Upp á síðkastið höfum reynt að vera mikið saman, því það hefur hjálpað okkur í sorginni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.