Við styðjum öll athafnasemi Birkir Jón Jónsson, Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa 19. nóvember 2009 06:00 Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efnahagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undantekning á þeirri reglu. Íslendingar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórnmálamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágreiningur um að vandamál og erfiðleikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi - en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóðfundinum var jákvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldnir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegrar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna og sköpunargleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni farveg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif áumhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakkarvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varaformaður Framsóknarflokksins; Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar; Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs; og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Dagur B. EggertssonKatrín JakobsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Katrín Jakobsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg. Það sem öll þessi áföll eiga þó sameiginlegt er að íslensku þjóðinni hefur tekist að vinna sig út úr þeim. Sú efnahagskreppa sem við erum nú stödd í ætti ekki að verða undantekning á þeirri reglu. Íslendingar munu halda áfram að tryggja að hér á landi verði lífskjör með því besta sem þekkist. Um þetta er engin ágreiningur þótt stjórnmálamenn deili um aðferðir og leiðir. Það er heldur ekki ágreiningur um að vandamál og erfiðleikar leysast ekki nema með því að fólk, stofnanir og fyrirtæki grípi til aðgerða. Ekkert vinnst með athafnaleysi - en á flestu má sigrast með athafnasemi. Þjóðfundurinn sem haldinn var síðastliðinn laugardag sýndi að mörgum finnst kominn tími til þess að fólk snúi saman bökum og hyggi að framtíðinni. Á þjóðfundinum var jákvæðni og framtakssemi í öndvegi. Það er viðhorf sem þjóðin þarf mjög á að halda og allir ættu að fylkja sér um, óháð stjórnmálaskoðunum. Í þessari viku verða haldnir yfir 100 viðburðir á Íslandi undir merkjum Alþjóðlegrar athafnaviku. Þessi þátttaka sýnir þá athafna og sköpunargleði sem þjóðin býr yfir. Hvort sem fólk finnur orku sinni farveg í rekstri fyrirtækja, sköpun menningar, nýsköpun í vísindum eða með því að vinna góðverk fyrir náunga sinn þá getur hver og einn komið miklu til leiðar og haft jákvæð áhrif áumhverfi sitt og samfélag. Um þetta er heldur ekki deilt, hvar sem menn standa stjórnmálum. Hið öfluga sjálfboðaliða- og hugsjónastarf sem fólk innir af hendi um land allt um þessar mundir er svo sannarlega þakkarvert. Við hvetjum alla til að styðja jákvætt frumkvæði og taka þátt í því. Það er mikilvægt að við stöndum saman um þá fjölmörgu hluti sem við erum öll sammála um. Birkir Jón Jónsson er varaformaður Framsóknarflokksins; Dagur B. Eggertsson er varaformaður Samfylkingarinnar; Katrín Jakobsdóttir er varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs; og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir; varaformaður Sjálfstæðisflokksins.Dagur B. EggertssonKatrín JakobsdóttirÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun