KSÍ rukkað fyrir kampavín og klám 7. nóvember 2009 03:00 Geir Þorsteinsson Formaður KSÍ segir greiðslukortamál fjármálastjóra sambandsins vera einsdæmi. Fréttablaðið/Arnþór Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ átti heimsóknin sér stað fyrir fimm árum. „Það er ljóst að okkar ágæti starfsmaður sýndi dómgreindarleysi með því að vera þarna með kortið en hann var náttúrlega ekki að versla fyrir kortið heldur var það bara straujað," segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem neitar því að önnur sambærileg atvik hafi komið upp með greiðslukort KSÍ. Geir segir að innan KSÍ hafi verið ákveðið að fjármálastjórinn héldi áfram enda hefði hann unnið flekklaust starf. Hann er enn hjá sambandinu. „En hann bar ábyrgð á þessu korti og hann varð náttúrlega að líða fyrir það og það var tekin ákvörðun 2005 um að hann greiddi reikninginn til kreditkortafyrirtækisins." Aðspurður kveðst Geir alls ekki vera viss um að fjármálastjórinn hafi yfirhöfuð ætlað að nota kort KSÍ á nektarstaðnum. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, vill ekkert um það segja hvort fjármálastjórinn hafi í raun ætlað að nota kortið. „Aðalgallinn er sá að kortin voru misnotuð af mönnum sem hafa sumir þegar verið dæmdir í fangelsi og aðrir viðurkennt brot sín með því að endurgreiða hluta af þessum fjármunum til hans." - gar Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Óljóst er hvort fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands framvísaði korti sambandsins á nektarstað í Sviss eða hvort það var tekið ófrjálsri hendi. Svissneski vefmiðilinn 20minutenonline.ch segir frá því að starfsmaður KSÍ og sambandið sjálft hafi verið rukkað fyrir jafnvirði átta milljóna króna eftir næturheimsókn starfsmannsins á strípibúllu í Zürich. Af þessu hafi spunnist dómsmál. Samkvæmt yfirlýsingu KSÍ átti heimsóknin sér stað fyrir fimm árum. „Það er ljóst að okkar ágæti starfsmaður sýndi dómgreindarleysi með því að vera þarna með kortið en hann var náttúrlega ekki að versla fyrir kortið heldur var það bara straujað," segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sem neitar því að önnur sambærileg atvik hafi komið upp með greiðslukort KSÍ. Geir segir að innan KSÍ hafi verið ákveðið að fjármálastjórinn héldi áfram enda hefði hann unnið flekklaust starf. Hann er enn hjá sambandinu. „En hann bar ábyrgð á þessu korti og hann varð náttúrlega að líða fyrir það og það var tekin ákvörðun 2005 um að hann greiddi reikninginn til kreditkortafyrirtækisins." Aðspurður kveðst Geir alls ekki vera viss um að fjármálastjórinn hafi yfirhöfuð ætlað að nota kort KSÍ á nektarstaðnum. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, vill ekkert um það segja hvort fjármálastjórinn hafi í raun ætlað að nota kortið. „Aðalgallinn er sá að kortin voru misnotuð af mönnum sem hafa sumir þegar verið dæmdir í fangelsi og aðrir viðurkennt brot sín með því að endurgreiða hluta af þessum fjármunum til hans." - gar
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira