Lífið

Íslensk list á alheimsvefnum

Listrænt vefrit Heimir Gústafsson, Ásdís Gunnarsdóttir og Haraldur Ari Karlsson standa að útgáfu vefritsins PDFlistin sem fjallar um íslenska list.fréttablaðið/vilhelm
Listrænt vefrit Heimir Gústafsson, Ásdís Gunnarsdóttir og Haraldur Ari Karlsson standa að útgáfu vefritsins PDFlistin sem fjallar um íslenska list.fréttablaðið/vilhelm

„Þetta er vefrit um íslenska list, allt frá tón- og myndlist til kvikmyndagerðar og arkitektúrs. Við höfum nú þegar gefið út þrjú blöð á heimasíðu okkar pdflistin.is, en þangað getur fólk sótt vefritin. Hvert rit er um þrjátíu til fjörutíu blaðsíður og hver listamaður fær í það minnsta eina opnu undir verk sín og stutta umfjöllun,“ segir Heimir Gústafsson, einn aðstandenda vefritsins PDFlistin. Ritið er gefið út mánaðarlega og fjallar um íslenska neðanjarðarlist auk þess sem stefnt er að því að halda listasýningar í kjölfar hverrar útgáfu.

„Ég held að þetta sé eina PDF-tímaritið sem gefið er út hér á enskri tungu. Þetta er góð auglýsing fyrir íslenska listamenn því það er hægt að nálgast vefritið um allan heim þannig það fær mjög víða dreifingu,“ segir Heimir, en hann og samstarfsfélagar hans stunda allir einhvers konar listnám og því er unnið að vefritinu í hjáverkum. „Við erum öll annað hvort í skóla eða vinnu og reynum að vinna að ritinu í frítíma okkar enn sem komið er.“

Áhugasamir listamenn geta fengið umfjöllun í vefritinu með því að senda póst á pdflistin.mag@gmail.com.- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.