Árangurslítill fundur í Alpabænum 4. febrúar 2009 05:00 Íslendingar hefðu áreiðanlega flykkst á pallborðsumræður sem Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsvefjarins Facebook, sat á föstudag. Zuckerberg var með yngstu þátttakendum á ársfundinum en hann fagnar 25 ára afmæli í maí. AP Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu. Fundargestir, rúmar tvö þúsund sálir, voru almennt sammála um að ársfundurinn hefði skilað litlu ef nokkru að því undanskildu að ekki sér fyrir endann á kreppunni, sem margir óttast að verði dýpri en fyrri spár hafi almennt gert ráð fyrir. Vonarglætu verði ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta næsta árs – það er þó að því gefnu að þjóðir heims leggist á eitt um að spyrna við fótum gegn kreppunni. Lausnir á yfirstandandi heimsvanda var ekki að finna við lok ársfundar á sunnudag, enda leituðu gestir hans fremur inn á við, ræddu um vandamálin og afleiðingarnar því tengdu, líkt og fréttaritari breska ríkisútvarpsins (BBC) greindi frá. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, lýsti ársfundinum reyndar ágætlega um liðna helgi þegar hún benti á nauðsyn þess að nýta vettvanginn til að sá fræjum og teikna upp tillögur sem leggja má á borð fyrir G20-fundinn, leiðtogafund tuttugu umsvifamestu iðnríkja heims, sem boðað hefur verið til í Lundúnum í Bretlandi í apríl. Veislugestur gagnrýndurÞreyttur frumkvöðull Það er engu líkara en Bill Gates, annar stofnenda og fyrrum forstjóri bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hafi dottað áður en hann ræddi við gesti ársfundarins á föstudag. Gates sat ársfundinn í nafni góðgerðasamtakanna Bill and Melinda Gates Foundation, sem hann setti á laggirnar ásamt eiginkonu sinni.APVeislurnar í Davos voru færri en fyrri ár, sem var kannski ekkert svo skrýtið; fá ef nokkur tilefni voru til að skála í freyðandi kampavíni yfir súkkulaðihjúpuðum jarðarberjum. Á meðal þátttakenda voru um fjörutíu þjóðarleiðtogar, forstjórar stærstu fyrirtækja heims og forsvarsmenn góðgerðasamtaka, svo fáeinir séu nefndir. Engir skemmtikraftar voru fengnir til að skemmta gestum líkt og fyrri ár en þau Angelina Jolie, Sharon Stone og Bono, söngvari U2, hafa áður gengið í þau verk. Nokkrir fastagestir létu sig vanta, bæði vegna anna heima fyrir, aðrir hreinlega fallnir úr hópnum og í ónáð, ekki síst bankastjórar nokkurra af stærstu bönkum heims sem látnir voru taka poka sinn í kjölfar brunagats í efnahagsreikningi bankanna af völdum fjármálakreppunnar. Aðrir voru of önnum kafnir, svo sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins. Þrátt fyrir annir á heimavelli er þó fjarri því að forsetaembættið hafi hunsað ársfundinn. Fulltrúi þess var Valerie Jarrett, ráðgjafi Hvíta hússins. Eins og bandaríska stórblaðið The New York Times komst að orði varð hún fyrir því hálfgerða skítkasti sem beint var gegn Bandaríkjamönnum og því auma regluverki með fjármálamörkuðum, sem þar hafði viðgengst en afleiðingarnar hafa smitað út frá sér um allan heim. Vart verður við Jarrett að sakast en hún mun vera vinkona Obama og sest fyrir hans tilstuðlan í ráðgjafastólinn í Hvíta húsinu. aukið eftirlitAngela Merkel, kanslari Þýskalands.APEins og gefur að skilja fékk umræðan um bætt eftirlit með fjármálamörkuðum talsvert rými á ársfundinum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fundargestum að vissulega megi finna að slíku, tillögur um yfirstofnanalegt og alþjóðlegt eftirlitsráð sem rýna muni í bækur banka og fjármálafyrirtækja þegar tilefni sé til komi of seint úr því sem komið er. Hugmyndin sé engu síður góð og gild í sjálfu sér, ef marka má fremur jákvæð viðbrögð Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir henni. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnandi ráðstefnunnar, benti hins vegar á að fjármálafyrirtækin gætu engu síður sýnt hvað í þeim búi þrátt fyrir allt, gripið fram fyrir hendur hins opinbera og sett sjálft á laggirnar eftirlitsapparat sem myndi hafa slíkt á sinni könnu. Umræðan var rauði þráðurinn í Alpabænum meðan á ársfundinum stóð. Hún kom aftur upp á yfirborðið í pallborðsumræðum á vegum BBC á lokadeginum en þá sagði Bharrat Jagdeo, forseti Guyana í Suður-Ameríku, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) geta sinnt hlutverkinu með fullnægjandi hætti. Guyana hefur um áraraðir glímt við erlendan skuldaklafa en hefur losnað við hann að mestu fyrir tilstuðlan AGS og Alþjóðabankans. Jagdeo, sem hefur hlotið mikið lof fyrir það afrek heima fyrir, sagði á sunnudag að hann þakkaði það áætluninni sem AGS hafi lagt á þjóðina að fara eftir. BjörgunaraðgerðirRokið á dyr Eftirminnilegasta atvikið var án efa þegar Reced Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Egyptalands, stóð upp frá pallborði sínu á öðrum degi ársfundarins í Davos, strunsaði út og flaug heim. Við borðið sátu Shimon Peres, forseti Ísraels, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins. Með uppistandinu mótmælti Erdogan því að Peres fékk tvöfalt lengri tíma en hann til að flytja mál sitt og verja aðgerðir Ísraelshers á Gasasvæðinu.APVart verður hjá því litið að björgunaraðgerðir stærstu þjóða heims var gegnumgangandi þema á ársfundinum í Davos. Aðgerðirnar voru raunar þær sem mestur styr stóð um. Björgunaraðgerðir þessar heyra beint undir ríkisstjórnir hvers lands fyrir sig og kveða á um stofnun sjóða sem fjárfesta munu í ákveðnum geirum. Björgunarsjóður bandarískra stjórnvalda ver sem dæmi stærstum hluta fjármuna sinna til uppbyggingar í innviðum samfélagsins, svoköllum veitum (e. infrastructure). Sjóðir af svipuðum toga hafa verið stofnaðir í Kína og víðar, svo sem í Evrópu. Eins og fram kom í máli Roberts Parkers hjá eignastýringu alþjóðlega risabankans Credit Suisse, framar í Markaðnum, standa vonir til að þessir risasjóðir verði til þess að skapa botn í efnahagskreppunni og spyrna við upp á ný. Helsta áhættan við sjóði sem þessa er einangrunarstefnan og tollamúrar sem þeir kunna að leiða út frá sér. Slíkt er vitanlega eitur í beinum ráðstefnugesta í Davos, sem einn alþjóðlegra fjölmiðla á svæðinu sagði hjarta alþjóðavæðingarinnar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum voru ekki síst gagnrýnd fyrir verndarstefnu sína. Björgunarpakki Obama forseta upp á rúma 800 milljarða dala, jafnvirði um trilljón króna (hundrað þúsund milljarða króna) verður auk uppbyggingar í veitukerfum, svo sem til menntamála, í vegagerð og byggingu opinberra stofnana. Þá verður sömuleiðis háum upphæðum varið til ljósleiðaravæðingar vestanhafs. Gagnrýnendur björgunarpakka sem þessa segja aðgerðirnar geta komið harkalega niður á hinum frjálsa markaði. Hið opinbera eigi fremur að styrkja einkafyrirtæki til framkvæmdanna en að standa í þeim sjálf. Stór hluti björgunarpakkans rennur raunar beint í vasa stálframleiðenda en vonast er til að aukið fjármagn í þann rann auk tollamúra – undir merkjunum kaupum bandarískt – muni blása lífi í þann deyjandi geira vestra sem gallabuxnarokkarinn Bruce Springsteen hefur kyrjað margan sönginn um. Fundargestir voru nokkuð sammála um að verndarmúrar og einangrunarstefna sem þessi væri slæm enda myndi alþjóðavæðingin verða fyrir óbætanlegum skaða af völdum þess. Ráðstefnugestir á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, settu sig sérstaklega upp á móti aðgerðum bandarískra stjórnvalda, svo sem stuðningi bandarískra stjórnvalda við þarlendan bílaiðnað – sem ríkisstjórn Bush raunar studdi. Rökin fyrir andstöðunni eru vissulega mikilvægi markaðarins í Bandaríkjunum fyrir heildina, viðskiptalönd víða um heim sem hafi notið góðs af útflutningi vestur um haf. Fréttaritari bandaríska dagblaðsins The New York Times blæs reyndar á gagnrýnisraddir sem þessar og bendir á að Frakkar, Bretar og Svíar hafi dælt út fjármagni til bílaframleiðenda á heimamörkuðum sínum. Er þá ótalinn stuðningur Evrópusambandsins við bændur. Íslandshrunið í davosLjóst er að engar lausnir fundust á ársfundinum í Davos um helgina við þeim efnahagsvanda sem blasir við fjölmörgum þjóðum og hefur bundið aðrar í klafa kreppu og skulda. Reikna megi þó með því að umfangsmiklar og samstilltar aðgerðir ríkisstjórna víða um heim muni skila sér í hægum en sársaukafullum bata – hversu lengi hann muni vara sé óvíst. Frekari aðgerða megi raunar vænta síðar enda fræjum sáð um helgina. Þau muni spíra á leiðtogafundi tuttugu stærstu iðnríkja heims í Lundúnum eftir tvo mánuði. En hvað er fram undan? Metsöluhöfundurinn Thomas L. Friedman, sem þátt tók í einu pallborðanna í Davos, segir í dálki sínum í bandaríska dagblaðinu The New York Times á sunnudag, óvissuna eina fasta haldreipið í tilverunni nú. Óvissu sem ekki verði eytt á næstu mánuðum og verði menn að lifa með henni líkt og öðrum ólæknandi sjúkdómi. Hann segir að björgunaraðgerðir verði að ganga í gegn, ríkisstjórnir verði að taka yfir trausta banka sem standi illa og taka úr þeim verðlausar eitraðar eignir. Þá verði að horfast í augu við það að þau fyrirtæki sem verst séu stödd verði að fara í gjaldþrot en öðrum skellt saman. Friedman nefnir stjórnarskiptin hér um liðna helgi. Það sé hættan sem stafað geti af efnahagskreppunni, eitt spilanna í dómínóinu. Fall sem leiðir af efnahagshruninu en geti verið liður í erfiðri og sársaukafullri leið til betri vegar. Hvenær sú tíð rennur upp liggur ekki fyrir. Undir smásjánni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fimm daga ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) í Alpabænum Davos í Sviss lauk á sunnudag. Fundurinn var með rólegra móti en fyrri ár og eru menn nokkuð sammála um að yfirskrift hans hafi ekki verið í neinu samræmi við innihaldið. Hún var: Uppbygging í kjölfar kreppu. Fundargestir, rúmar tvö þúsund sálir, voru almennt sammála um að ársfundurinn hefði skilað litlu ef nokkru að því undanskildu að ekki sér fyrir endann á kreppunni, sem margir óttast að verði dýpri en fyrri spár hafi almennt gert ráð fyrir. Vonarglætu verði ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta næsta árs – það er þó að því gefnu að þjóðir heims leggist á eitt um að spyrna við fótum gegn kreppunni. Lausnir á yfirstandandi heimsvanda var ekki að finna við lok ársfundar á sunnudag, enda leituðu gestir hans fremur inn á við, ræddu um vandamálin og afleiðingarnar því tengdu, líkt og fréttaritari breska ríkisútvarpsins (BBC) greindi frá. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, lýsti ársfundinum reyndar ágætlega um liðna helgi þegar hún benti á nauðsyn þess að nýta vettvanginn til að sá fræjum og teikna upp tillögur sem leggja má á borð fyrir G20-fundinn, leiðtogafund tuttugu umsvifamestu iðnríkja heims, sem boðað hefur verið til í Lundúnum í Bretlandi í apríl. Veislugestur gagnrýndurÞreyttur frumkvöðull Það er engu líkara en Bill Gates, annar stofnenda og fyrrum forstjóri bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, hafi dottað áður en hann ræddi við gesti ársfundarins á föstudag. Gates sat ársfundinn í nafni góðgerðasamtakanna Bill and Melinda Gates Foundation, sem hann setti á laggirnar ásamt eiginkonu sinni.APVeislurnar í Davos voru færri en fyrri ár, sem var kannski ekkert svo skrýtið; fá ef nokkur tilefni voru til að skála í freyðandi kampavíni yfir súkkulaðihjúpuðum jarðarberjum. Á meðal þátttakenda voru um fjörutíu þjóðarleiðtogar, forstjórar stærstu fyrirtækja heims og forsvarsmenn góðgerðasamtaka, svo fáeinir séu nefndir. Engir skemmtikraftar voru fengnir til að skemmta gestum líkt og fyrri ár en þau Angelina Jolie, Sharon Stone og Bono, söngvari U2, hafa áður gengið í þau verk. Nokkrir fastagestir létu sig vanta, bæði vegna anna heima fyrir, aðrir hreinlega fallnir úr hópnum og í ónáð, ekki síst bankastjórar nokkurra af stærstu bönkum heims sem látnir voru taka poka sinn í kjölfar brunagats í efnahagsreikningi bankanna af völdum fjármálakreppunnar. Aðrir voru of önnum kafnir, svo sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins. Þrátt fyrir annir á heimavelli er þó fjarri því að forsetaembættið hafi hunsað ársfundinn. Fulltrúi þess var Valerie Jarrett, ráðgjafi Hvíta hússins. Eins og bandaríska stórblaðið The New York Times komst að orði varð hún fyrir því hálfgerða skítkasti sem beint var gegn Bandaríkjamönnum og því auma regluverki með fjármálamörkuðum, sem þar hafði viðgengst en afleiðingarnar hafa smitað út frá sér um allan heim. Vart verður við Jarrett að sakast en hún mun vera vinkona Obama og sest fyrir hans tilstuðlan í ráðgjafastólinn í Hvíta húsinu. aukið eftirlitAngela Merkel, kanslari Þýskalands.APEins og gefur að skilja fékk umræðan um bætt eftirlit með fjármálamörkuðum talsvert rými á ársfundinum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fundargestum að vissulega megi finna að slíku, tillögur um yfirstofnanalegt og alþjóðlegt eftirlitsráð sem rýna muni í bækur banka og fjármálafyrirtækja þegar tilefni sé til komi of seint úr því sem komið er. Hugmyndin sé engu síður góð og gild í sjálfu sér, ef marka má fremur jákvæð viðbrögð Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, fyrir henni. Klaus Schwab, stofnandi og stjórnandi ráðstefnunnar, benti hins vegar á að fjármálafyrirtækin gætu engu síður sýnt hvað í þeim búi þrátt fyrir allt, gripið fram fyrir hendur hins opinbera og sett sjálft á laggirnar eftirlitsapparat sem myndi hafa slíkt á sinni könnu. Umræðan var rauði þráðurinn í Alpabænum meðan á ársfundinum stóð. Hún kom aftur upp á yfirborðið í pallborðsumræðum á vegum BBC á lokadeginum en þá sagði Bharrat Jagdeo, forseti Guyana í Suður-Ameríku, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) geta sinnt hlutverkinu með fullnægjandi hætti. Guyana hefur um áraraðir glímt við erlendan skuldaklafa en hefur losnað við hann að mestu fyrir tilstuðlan AGS og Alþjóðabankans. Jagdeo, sem hefur hlotið mikið lof fyrir það afrek heima fyrir, sagði á sunnudag að hann þakkaði það áætluninni sem AGS hafi lagt á þjóðina að fara eftir. BjörgunaraðgerðirRokið á dyr Eftirminnilegasta atvikið var án efa þegar Reced Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Egyptalands, stóð upp frá pallborði sínu á öðrum degi ársfundarins í Davos, strunsaði út og flaug heim. Við borðið sátu Shimon Peres, forseti Ísraels, Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins. Með uppistandinu mótmælti Erdogan því að Peres fékk tvöfalt lengri tíma en hann til að flytja mál sitt og verja aðgerðir Ísraelshers á Gasasvæðinu.APVart verður hjá því litið að björgunaraðgerðir stærstu þjóða heims var gegnumgangandi þema á ársfundinum í Davos. Aðgerðirnar voru raunar þær sem mestur styr stóð um. Björgunaraðgerðir þessar heyra beint undir ríkisstjórnir hvers lands fyrir sig og kveða á um stofnun sjóða sem fjárfesta munu í ákveðnum geirum. Björgunarsjóður bandarískra stjórnvalda ver sem dæmi stærstum hluta fjármuna sinna til uppbyggingar í innviðum samfélagsins, svoköllum veitum (e. infrastructure). Sjóðir af svipuðum toga hafa verið stofnaðir í Kína og víðar, svo sem í Evrópu. Eins og fram kom í máli Roberts Parkers hjá eignastýringu alþjóðlega risabankans Credit Suisse, framar í Markaðnum, standa vonir til að þessir risasjóðir verði til þess að skapa botn í efnahagskreppunni og spyrna við upp á ný. Helsta áhættan við sjóði sem þessa er einangrunarstefnan og tollamúrar sem þeir kunna að leiða út frá sér. Slíkt er vitanlega eitur í beinum ráðstefnugesta í Davos, sem einn alþjóðlegra fjölmiðla á svæðinu sagði hjarta alþjóðavæðingarinnar. Stjórnvöld í Bandaríkjunum voru ekki síst gagnrýnd fyrir verndarstefnu sína. Björgunarpakki Obama forseta upp á rúma 800 milljarða dala, jafnvirði um trilljón króna (hundrað þúsund milljarða króna) verður auk uppbyggingar í veitukerfum, svo sem til menntamála, í vegagerð og byggingu opinberra stofnana. Þá verður sömuleiðis háum upphæðum varið til ljósleiðaravæðingar vestanhafs. Gagnrýnendur björgunarpakka sem þessa segja aðgerðirnar geta komið harkalega niður á hinum frjálsa markaði. Hið opinbera eigi fremur að styrkja einkafyrirtæki til framkvæmdanna en að standa í þeim sjálf. Stór hluti björgunarpakkans rennur raunar beint í vasa stálframleiðenda en vonast er til að aukið fjármagn í þann rann auk tollamúra – undir merkjunum kaupum bandarískt – muni blása lífi í þann deyjandi geira vestra sem gallabuxnarokkarinn Bruce Springsteen hefur kyrjað margan sönginn um. Fundargestir voru nokkuð sammála um að verndarmúrar og einangrunarstefna sem þessi væri slæm enda myndi alþjóðavæðingin verða fyrir óbætanlegum skaða af völdum þess. Ráðstefnugestir á borð við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, settu sig sérstaklega upp á móti aðgerðum bandarískra stjórnvalda, svo sem stuðningi bandarískra stjórnvalda við þarlendan bílaiðnað – sem ríkisstjórn Bush raunar studdi. Rökin fyrir andstöðunni eru vissulega mikilvægi markaðarins í Bandaríkjunum fyrir heildina, viðskiptalönd víða um heim sem hafi notið góðs af útflutningi vestur um haf. Fréttaritari bandaríska dagblaðsins The New York Times blæs reyndar á gagnrýnisraddir sem þessar og bendir á að Frakkar, Bretar og Svíar hafi dælt út fjármagni til bílaframleiðenda á heimamörkuðum sínum. Er þá ótalinn stuðningur Evrópusambandsins við bændur. Íslandshrunið í davosLjóst er að engar lausnir fundust á ársfundinum í Davos um helgina við þeim efnahagsvanda sem blasir við fjölmörgum þjóðum og hefur bundið aðrar í klafa kreppu og skulda. Reikna megi þó með því að umfangsmiklar og samstilltar aðgerðir ríkisstjórna víða um heim muni skila sér í hægum en sársaukafullum bata – hversu lengi hann muni vara sé óvíst. Frekari aðgerða megi raunar vænta síðar enda fræjum sáð um helgina. Þau muni spíra á leiðtogafundi tuttugu stærstu iðnríkja heims í Lundúnum eftir tvo mánuði. En hvað er fram undan? Metsöluhöfundurinn Thomas L. Friedman, sem þátt tók í einu pallborðanna í Davos, segir í dálki sínum í bandaríska dagblaðinu The New York Times á sunnudag, óvissuna eina fasta haldreipið í tilverunni nú. Óvissu sem ekki verði eytt á næstu mánuðum og verði menn að lifa með henni líkt og öðrum ólæknandi sjúkdómi. Hann segir að björgunaraðgerðir verði að ganga í gegn, ríkisstjórnir verði að taka yfir trausta banka sem standi illa og taka úr þeim verðlausar eitraðar eignir. Þá verði að horfast í augu við það að þau fyrirtæki sem verst séu stödd verði að fara í gjaldþrot en öðrum skellt saman. Friedman nefnir stjórnarskiptin hér um liðna helgi. Það sé hættan sem stafað geti af efnahagskreppunni, eitt spilanna í dómínóinu. Fall sem leiðir af efnahagshruninu en geti verið liður í erfiðri og sársaukafullri leið til betri vegar. Hvenær sú tíð rennur upp liggur ekki fyrir.
Undir smásjánni Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira