Lífið

Umhverfisvænir fatahönnuðir

Lovísa Óladóttir Fatahönnunarfélag Íslands tekur þátt í umhverfisráðstefnu sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember. Fréttablaðið/anton
Lovísa Óladóttir Fatahönnunarfélag Íslands tekur þátt í umhverfisráðstefnu sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember. Fréttablaðið/anton

„Með þessu verkefni viljum við gera fólk og hönnuði meðvitaðra um umhverfismál og umhverfisvæna framleiðslu á fatnaði. Fataiðnaðurinn er langt frá því að vera umhverfisvænn auk þess sem fólk er látið vinna við ómannúðlegar aðstæður í fataverksmiðjum víða um heim.

Norrænu fatahönnunarfélögin hafa nú tekið saman höndum og ætla að hrinda af stað herferð þar sem hönnuðir og aðrir er hvattir til þess að vera meðvitað um hvaðan flíkur þeirra koma," segir Lovísa Óladóttir, einn stjórnarmeðlimur Fatahönnunarfélags Íslands, en félagið tekur þátt í umhverfisráðstefnu sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember.

Fatahönnunarfélagið starfar með öðrum fatahönnunarfélögum á Norðurlöndunum og vinna þau saman að verkefninu sem hefur hlotið heitið Nordic Initiative, Clean and Ethical.

„Við höfum komið á laggirnar verkefni sem kallast NICE og einn liður í því verkefni er að tuttugu ungum fatahönnuðum verður boðið að taka þátt í vinnustofu þar sem þeir fá að kynnast náttúrulegum framleiðsluháttum og lýkur vinnunni með tískusýningu og hönnunarkeppni sem haldin verður í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Kaupmannahöfn þann 9. desember."

Fjórir íslenskir hönnuðir munu taka þátt í verkefninu, Rebekka Jónsdóttir, Mundi, Eygló Lárusdóttir og Ingvar Helgason. „Þetta eru allt ungir og efnilegir hönnuðir sem munu taka þátt í þessu verkefni. Þau eru í miðju hönnunarferlinu þessa dagana og það verður gaman og spennandi að sjá það sem þau gera," segir Lovísa.

„Með þessu verkefni viljum við vekja alla til umhugsunar um hvaðan flíkurnar þeirra koma og við viljum sýna hönnuðum hvernig tískufyrirtæki geta skipt sköpum og breytt lífi manna til hins betra með því að vera meðvituð um hvar og hvernig varan þeirra er framleidd."

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.