Smjörklípur og röksemdafærslur Sigurður Líndal skrifar 13. júlí 2009 00:01 Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 7. júlí gerir Jón Baldvin Hannibalsson athugasemdir við ummæli Davíðs Oddssonar í Morgunblaðinu 5. júlí. Eftir útlistan á undanbrögðum við röksemdafærslu sem hann kennir við smjörklípu og nokkur vel valin ummæli um stjórnendur Landsbankans falla orð á þennan veg: „Evróputilskipunin sem leidd var í lög 1999, í forsætisráðherratíð Davíðs, kveður á um tvennt: Að útibú banka, hvar sem er á evrópska efnahagssvæðinu, starfi á ábyrgð heimalandsins. Það á við um bankaleyfi, eftirlit og lágmarkstryggingu á sparifjárinnistæðum. Þessi lágmarksinnistæðutrygging skal nema 20.887 evrum.“ Hér er væntanlega átt við lög nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, en lögin voru sett á grundvelli tilskipana (direktiv sem reyndar ætti að kalla forsagnir) 94/19 EB og 97/9EB og fullyrt að heimalandið, í þessu tilfelli íslenzka ríkið, beri ábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingu sparifjár sem nemi 20.887 evrum. Að svo stöddu ætla ég ekki að leggja neinn dóm á framangreinda fullyrðingu, en það myndi bæta umræðuna ef Jón Baldvin vildi vísa nákvæmlega í ákvæði laganna fullyrðingu sinni til stuðnings. Síðan heldur hann áfram: „Sá galli er á heimatilbúinni (eftirá) lögskýringu nokkurra íslenskra lögfræðinga, nefnilega að sparifjártryggingin takmarkist við tóman tryggingarsjóð, að sá lögfræðingur fyrirfinnst ekki utan landsteinanna, sem tekur mark á lögskýringunni.“ Hér er enn ástæða til að spyrja: Hver eru rök þessara lögfræðinga utan landsteinanna? Og þeirri spurningu má bæta við: Úr því að lögfræðingar utan landsteinanna eru svona sigurvissir – hvers vegna hafna Bretar og Hollendingar hlutlausum gerðardómi skipuðum valinkunnum lögfræðingum? Gott væri að fá undanbragðalaust svar Jóns Baldvins við þessum spurningum. Hér má minna á að meðal viðurkenndra réttarheimilda þjóðaréttar eru almennar grundvallarreglur laga sem siðaðar þjóðir viðurkenna, sbr. 38. gr. samþykkta Milliríkjadómstólsins í Haag. – Eiga ekki ríki og þjóðir jafnt sem einstaklingar rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum óvilhöllum dómstóli, svo að vitnað sé til þeirrar meginreglu sem býr að baki 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu? Höfundur er lagaprófessor.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun