Fótbolti

Del Piero vill koma með á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Juventus-maðurinn Alessandro Del Piero hefur ekki gefið HM-drauminn upp á bátinn þó svo hann hafi ekki enn spilað leik í vetur.

Del Piero hefur leikið 90 leiki fyrir ítalska landsliðið og hefur sett stefnuna á að spila ár til hann verður fertugur.

„Ég hef þegar komið á HM en væri alveg til í að fara aftur. Þar sem ég var í hópnum í undankeppni HM finnst mér ég vera hluti af hópnum," sagði Del Piero sem verður væntanlega kominn í búning Juventus um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×