Innlent

Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta

Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar.

Björn sagði að þetta væri einungis í þriðja sinn í sögu þingsins sem mál sé tekið út úr nefnd með þessum hætti, í andstöðu við nefndarmenn. Hann sagðist ekki sjá annað en að hart yrði tekist um málið í sölum Alþingis á næstu dögum.

Valgerður Sverrisdóttir þingkona Framsóknarflokksins sem á sæti í nefndinni andmælti orðum Björns harðlega og benti á að sjálfstæðismenn hefðu ekki sýnt neina viðleitni til þess að ná sáttum í nefndinni fyrr en í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir meirihlutans til þess að koma til móts við minnihlutann. Því hafi ekki verið annað í stöðunni en að taka málið úr nefndinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×