Lífið

Eins og tvær doktorsritgerðir

Jónas hefur sent frá sér bókina Bíósaga Bandaríkjanna sem hann byrjaði að skrifa árið 2000.mynd/Christian Tuempling
Jónas hefur sent frá sér bókina Bíósaga Bandaríkjanna sem hann byrjaði að skrifa árið 2000.mynd/Christian Tuempling

„Ég held að það liggi um þrjú þúsund heimildir til grundvallar þessari bók. Þetta er heimildarvinna á við tvær doktorsritgerðir,“ segir Jónas Knútsson, sem sendi á dögunum frá sér Bíósögu Bandaríkjanna.

Jónas hóf vinnu við bókina árið 2000 og síðan þá gríðarlegur tími farið í verkefnið. „Þetta var eiginlega stórslys. Ég hafði áður samið fjórar greinar um kvikmyndasögu Þýskalands fyrir Moggann. Fyrst ég var búsettur í Bandaríkjunum fannst mér gráupplagt að fara í bíósögu Bandaríkjanna,“ segir hann. „Þetta er eiginlega verkefni sem fer úr böndunum og er miklu stærra að sniðum en maður gerir sér grein fyrir. Maður áttaði sig á því að maður veit miklu minna um bíósögu Bandaríkjanna en maður heldur. Þetta er stór og mikil saga sem býr þarna að baki.“

Jónas er mikill kvikmyndaáhugamaður og er með BA-gráðu frá New York-háskólanum í kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndafræðum. Hann hefur meðal annars gert heimildarmynd um Sverri Stormsker sem var sýnd í Sjónvarpinu. Hann er einnig með háskólapróf í latínu og hefur unnið mikið sem þýðandi.

Jónas vonast til að Bíósagan verði þýdd á erlend tungumál, enda hefur slík saga ekki áður verið tekin saman með þessum hætti síðan 1950. Alls eru 350 blaðsíður í bókinni og 600 ljósmyndir. „Hún er hugsuð sem uppflettirit sem menn grípa í á góðri stundu,“ segir Jónas, sem sjálfur er mikill Gög og Gokke-aðdáandi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.