Leiklistarnemar fá hlutverk í rússneskri stórmynd 6. nóvember 2009 06:00 Í rússamynd Svandís Dóra leikur lítið hlutverk í kvikmynd Aleksandr Sokurov um Faust ásamt bekkjarbróður sínum, Hilmari Guðjónssyni. Sigurður Skúlason leikur föður Fausts í myndinni en tökulið myndarinnar var hér á landi í tvær vikur.Fréttablaðið/Valli „Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. „Þetta byrjaði allt saman í vor," segir Svandís. „Þá voru Eskimo með opnar prufur fyrir leikara og ég hitti hann í fyrsta skipti. Þegar það var síðan hringt í mig aftur þá hélt ég fyrst að það væri verið að ráða mig í einhverja auglýsingu," segir Svandís en hún lýsir leikprufunum sem mjög óhefðbundnum, hún hafi setið og spjallað við leikstjórann. Hún heldur vart vatni yfir rússneska leikstjóranum sem hefur fengið orð á sig fyrir að vera bæði skapstór og sérvitur. „Nei, hann var það alls ekki, hann var alltaf að koma og hlýja manni og það var bara stjanað við mig í hvívetna." Og þótt tökuliðið hafi að mestu leyti komið frá Rússlandi og Tékklandi voru engir tungumálaörðugleikar. Nema kannski helst fyrir leikstjórann sjálfan. „Það var þarna frábær túlkur, Aleksandr leikstýrði og svo heyrði maður bara aðra rödd frá öðrum stað." Svandís hefur að undanförnu verið að sýna Eftirlitsmanninn með Nemendaleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar og henni líst vel á þessa djúpu og harðskeyttu leiklistarlaug. „Ég er bæði hrifin af leikhúsinu og kvikmyndunum, þetta er að mörgu leyti ólíkt en samt svo líkt. Ég bíð bara spennt eftir að takast á við þetta." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Þetta var alveg geðveikt, í einu orði sagt. Ég hef aldrei séð jafn stórt batterí og það var alveg frábært að fá að taka þátt í þessu," segir Svandís Dóra Einarsdóttir leiklistarnemi. Þau Svandís Dóra og Hilmar Guðjónsson, leiklistarnemar á fjórða ári í leiklistardeild LHÍ, fengu fljúgandi start á ferli sínum þegar þau lönduðu litlum hlutverkum í stórmynd rússneska leikstjórans Aleksandr Sokurov um Faust. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá hefur tökuliðið verið hér á landi í tæpar tvær vikur en það hélt af landi brott í gærmorgun. Tökur hafa farið fram víðs vegar um Suðurlandið og í hrauninu við Bláa lónið. Þá leikur Sigurður Skúlason föður Faust í myndinni eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu en þær tökur áttu sér stað í Tékklandi. Þótt Sokurov sé ekki frá Hollywood nýtur hann mikillar virðingar í hinum alþjóðlega kvikmyndaheimi og hefur verið settur á stall með Ingmar Bergman og Stanley Kubrick. „Þetta byrjaði allt saman í vor," segir Svandís. „Þá voru Eskimo með opnar prufur fyrir leikara og ég hitti hann í fyrsta skipti. Þegar það var síðan hringt í mig aftur þá hélt ég fyrst að það væri verið að ráða mig í einhverja auglýsingu," segir Svandís en hún lýsir leikprufunum sem mjög óhefðbundnum, hún hafi setið og spjallað við leikstjórann. Hún heldur vart vatni yfir rússneska leikstjóranum sem hefur fengið orð á sig fyrir að vera bæði skapstór og sérvitur. „Nei, hann var það alls ekki, hann var alltaf að koma og hlýja manni og það var bara stjanað við mig í hvívetna." Og þótt tökuliðið hafi að mestu leyti komið frá Rússlandi og Tékklandi voru engir tungumálaörðugleikar. Nema kannski helst fyrir leikstjórann sjálfan. „Það var þarna frábær túlkur, Aleksandr leikstýrði og svo heyrði maður bara aðra rödd frá öðrum stað." Svandís hefur að undanförnu verið að sýna Eftirlitsmanninn með Nemendaleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar og henni líst vel á þessa djúpu og harðskeyttu leiklistarlaug. „Ég er bæði hrifin af leikhúsinu og kvikmyndunum, þetta er að mörgu leyti ólíkt en samt svo líkt. Ég bíð bara spennt eftir að takast á við þetta." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira