Innlent

Eigandinn á Vatnsstíg vissi ekki af hústökufólkinu

MYND/Anton

Ágúst Friðgeirsson, eigandi hússins á Vatnsstíg 4, kom af fjöllum þegar fréttastofan sagði honum frá því að hústökufólk hefði á ný tekið sér bólfestu í húsinu en fólkið var borið þaðan út með valdi fyrir nokkrum dögum síðan. Í dag sendi hópurinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að þau væru mætt á svæðið á ný til þess að sýna samstöðu með pólsku hústökufólki en 6. maí er tileinkaður baráttu þeirra.

Í samtali við fréttastofu sagðist Ágúst ekki hafa heyrt af hústökunni í dag en að þó væri möguleiki á því að fólkið hefði fengið leyfi hjá einhverjum starfsmanni hans til þess að koma sér fyrir. Hann sagðist ætla að kanna málið nánar og meta í framhaldinu til hvaða bragðs hann ætli að taka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×