Lífið

Glæsilegustu Frostrósirnar til þessa

Margrét Eir er eina söngkonan sem hefur verið í hópi íslensku dívanna frá upphafi.
Margrét Eir er eina söngkonan sem hefur verið í hópi íslensku dívanna frá upphafi.

Hinir vinsælu jólatónleikar Frostrósa verða haldnir í desember áttunda árið í röð. Samúel Kristjánsson, forsvarsmaður tónleikanna, segir að hvergi verði dregið úr glæsileikanum í ár. „Við stefnum að því að halda veglegustu tónleikana til þessa. Við erum að gera nýja sviðsmynd og þetta verður með miklum glæsibrag. Helstu lögin verða með en kannski verður meira af þekktari jólalögum en áður. Þetta verður enn þá meira fyrir alla," segir hann.

Ljóst er að helstu kanónur síðustu ára verða áfram meðal flytjenda, þau Margrét Eir, Garðar Thor Cortes, Hera Björk og Jóhann Friðgeir. Einnig verður Guðrún Gunnarsdóttir í fyrsta skipti meðal íslensku dívanna auk þess sem Ragnhildur Gísladóttir verður aftur með eftir þriggja ára hlé.

Jólatónleikar Frostrósa verða í Höllinni á Akureyri 6. desember og í Laugardalshöll 12. desember. Einnig fer stór hluti söngvara og hljómsveita víðar um landið eins og tvö síðustu ár.

Frostrósatónleikarnir eru orðnir fastur liður í jólaundirbúningi þúsunda Íslendinga, enda með aðsóknarmestu tónleikum landsins síðustu árin. Kemur því ekki á óvart að stór safnpakki er væntanlegur sem inniheldur allar útgáfur Frostrósa frá upphafi, alls fimm plötur og tvo mynddiska.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.