Sport

Khan: Ég er helsta von Breta í hnefaleikum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Amir Khan.
Amir Khan. Nordic photos/AFP

Breski hnefaleikakappinn Amir Khan segist vera tilbúinn að taka við kyndlinum af Joe Calzaghe og Ricky Hatton sem besti breski hnefaleikamaðurinn.

Calzaghe hætti í fyrra með fullkominn taplausan feril að baki en Hatton íhugar að hætta eftir neyðarlegt tap gegn Manny Pacquiao á þessu ári.

„Ég held að Bretar þurfi á endurnýjun að halda og ég er rétti maðurinn til þess að taka við. Ef ég vinn næsta bardaga þá opnast allar dyr fyrir mér. Ég er í raun helsta von Breta í hnefaleikum," segir Khan.

Khan útilokar þó ekki að mæta Hatton í hringnum ef sá möguleiki komi upp.

„Ég er mikill aðdáandi Hatton og ég held að það yrði góður bardagi ef við myndum mætast og eitthvað sem Bretar myndu vilja sjá," segir Khan en bæði hann og Hatton eru frá Manchester.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×