Íslendingaliðið Djurgarden lenti ekki í neinum vandræðum með Stattena í sænska kvennaboltanum í kvöld og vann öruggan 6-0 sigur.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Djurgarden. Þær höfðu það eflaust náðugt.
Djurgarden er í sjöunda sæti sænsku deildarinnar.
Dóra Stefánsdóttir mátti gera sér það að góðu að sitja á plankanum hjá Malmö í kvöld sem vann frekar óvæntan stórsigur, 4-0, á Kopparbergs/Göteborg.
Malmö í fjórða sæti deildarinnar eftir sigurinn góða í kvöld.