Viðskipti erlent

Gull selt eins og gosdrykkir úr sjálfsölum í Þýskalandi

Þjóðverjar geta brátt keypt sér gull eins og gosdrykki úr þar til gerðum sjálfsölum sem komið verður upp á 500 stöðum í landinu, þar á meðal járnbrautarstöðvum og flugvöllum.

Það er fyrirtækið TC-Gold-Super Markt í Stuttgart sem stendur fyrir þessum sjálfsölum en ætlunin er að annan eftirspurn almennings eftir gulli með þessu. Eftirspurnin hefur aukist gífurlega í fjármálakreppunni og hefur heimsmarkaðsverð á gulli hækkað um 30% frá áramótum.

Í fyrrgreindum sjálfsölum geta Þjóðverjar keypt sér gramm af gulli á 30 evrur, 10 gramma gullstöng á 245 evrur og ýmsa gullpeninga. Sjálfsalarnir verða vaktaðir með öryggismyndavélum til að koma í veg fyrir peningaþvætti.

Í frétt um málið í blaðinu Daily Telegraph er haft eftir Thomas Geissler talsmanni TC-Gold-Super Markt að sögulega séð hafi Þjóðverjar ætíð vilja liggja með stóran hluta af persónulegum fjármunum sínum í gulli. „Gull er traustur hlutur til að hafa í vasanum þegar óöruggir tímar ganga yfir," segir Geissler.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×