Lífið

Eftirmynd Katie brennd

Brennd á báli Eftirmynd Katie Price stóð í ljósum logum þegar brennan í Edenbridge fór fram.
Brennd á báli Eftirmynd Katie Price stóð í ljósum logum þegar brennan í Edenbridge fór fram.

Í bænum Edenbridge í Kent á Englandi er árlega haldin brenna þar sem bæjarbúar brenna á báli þekktan einstakling sem þeim þykir hafa verið einum of þyrstur í athygli fjölmiðla. Í ár var það glamúrpían Katie Price sem varð að bálkesti. Risavaxin eftirmynd af Price var gerð úr viði en eftir brennuna mun lítið hafa verið eftir af henni nema askan ein.

Á brennunni, sem fer fram 5. nóvember ár hvert, er þess minnst þegar hermenn uppgötvuðu mann að nafni Guy Fawkes falinn í kjallaranum undir þinghúsinu með um tuttugu tunnur af byssupúðri árið 1605. Fawkes þessi hafði ætlað sér að sprengja þingheim í loft upp við setningu þingsins en Jakob I. konungur átti að vera viðstaddur athöfnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.